Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 84
Arnfríður Guðmundsdóttir
þessu hafa áhrif einstakra stefna ekki verið mjög áberandi hér á landi. Má samt
sem áður ætla að þörfin til þess að taka þátt í glímunni við lífið og tilveruna og
baráttunni fyrir bættu samfélagi á guðfræðilegum forsendum, sé megin hvati
þess að fólk innritast í guðfræðideild Háskóla íslands?
Hér á eftir verður leitast við að varpa ljósi á megineinkenni þeirra guðfræði-
stefna sem í lok tuttugustu aldarinnar vilja túlka boðskap kristinnar trúar út frá
mannlegri reynslu og þjóðfélagslegri ábyrgð. Er hér um að ræða guðfræðistefnur
sem margar hverjar eiga rætur að rekja til hópa fólks sem sökum kynferðis, kyn-
þáttar eða stéttar hafa verið útilokaðir frá efnum og völdum í samfélaginu. Sér-
stakur gaumur verður gefinn að þeirri guðfræði sem hefur sjónarmið kvenna-
gagnrýninnar í fyrirrúmi og kallast á erlendri tungu feminísk guðfræði, en geng-
ur venjulega undir nafninu kvennaguðfræði hér á landi. Eðli málsins vegna er
líklegt að þessi tegund guðfræði eigi sterka skírskotun til íslenskra aðstæðna. En
víkjum fyrst að almennri umfjöllun um eðli og hlutverk guðfræðinnar.
Eðli og hlutverk guðfræðinnar
Hugtakið guðfræði er þýðing á erlenda orðinu theologia, sem er samsett úr grísku
orðunum theos, það er guð og logos eða orð, sem einnig getur þýtt skynsemi eða
hugsun. Þannig merkir orðið guðfræði „tal eða boðskapur um guð“, en einnig
„hugsun um guð“.' Upphaflega er ekki um kristið hugtak að ræða, heldur er það
upprunnið í fjölgyðissamfélagi. Áður en hugtakið festist í sessi á meðal kristinna
manna þurfti þess vegna að skilgreina um hvaða guð væri verið að ræða, það er
að segja að rætt væri um þann Guð sem hinir kristnu tilbáðu og birtist í holdi í
manninum Jesú frá Nasaret, en var jafnframt sá Guð er kallaði Abraham og Söru
forðum daga burt frá landi sínu til fyrirheitna landsins. Kristin guðfræði hefur frá
upphafi leitast við að túlka boðskapinn um hinn kristna Guð í ljósi samtímans og
koma hinum eilífu sannindum á skiljanlegt mál svo að fagnaðarerindið um Guð
í Jesú Kristi mætti verða öllum skiljanlegt, hvenær sem er og hvar sem er. Guð-
fræðin hefur oft tekið á sig mynd trúvarnar, þar sem hún leitast við að rökstyðja
grundvöll kristinnar trúar fyrir vantrúuðum. En guðfræðin fæst einnig við að út-
skýra innihald kristinnar trúar fyrir trúuðum.1 2 Flestir guðfræðingar hafa verið
sammála um að meginheimildir guðfræðinnar séu tvær, í fyrsta lagi opinberun
Guðs, þá fyrst og fremst eins og hún birtist í heilagri ritningu, og í öðru lagi
mannleg skynsemi, en löngum hefur verið deilt um vægi hvorrar heimildar fyrir
sig. Á þessari öld hefur umræðan um hlutverk mannlegrar reynslu í guðfræði-
1 Einar Sigurbjörnsson: Credo, bls. 20.
2 Braaten og Jenson: Christian Dogmatics, vol. 1, bls. 9.
82