Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 86
Arnfríður Guðmundsdóttir
ótta og væntingar sem ríkja þar sem fagnaðarerindið er boðað hverju sinni.7
Þannig er guðfræðilegur sannleikur ekki kyrrstæður, heldur á sífelldri hreyfingu,
í takt við síbreytilegar kringumstæður. Leitin að sannleikanum er því ekki ein-
skorðuð við rannsókn ritninganna og hefðarinnar, heldur ber einnig að huga að
því sem er að gerast þar sem boðskapur sannleikans skal hljóma.8
Aherslan á mikilvægi sögulegra aðstæðna guðfræðinnar felur alls ekki í sér
afstæðishyggju, eins og best kemur fram í kjarnaatriði kristinnar trúar, það er
fagnaðarerindinu um holdtekju Guðs. Með því að Guð klæddist holdi á ákveðn-
um stað á ákveðnum tíma sögunnar hefur mikilvægi sögulegra aðstæðna verið
staðfest. Kristin guðfræði hefur í tvö þúsund ár fengist við merkingu holdtekj-
unnar og túlkun hennar undir síbreytilegum kringumstæðum. Guðfræðingar
genginna kynslóða hafa haft það erfiða verkefni með höndum að boða fagnaðar-
erindið um holdtekjuna og svara þeirri spumingu hvemig sannindin um Guð
holdi klæddan geti orðið ný sannindi fyrir fólk sem ekki þekkti sögulegar að-
stæður spámannsins frá Nasaret af eigin raun. Og enn þann dag í dag fást guð-
fræðingar við að túlka fagnaðarerindið við nýjar og breyttar aðstæður.
Guðfræðin í skugga heimsstyrjaldanna tveggja
Sú bjartsýni sem einkenndi frjálslyndu guðfræðina og var allsráðandi um síðustu
aldamót í Evrópu dvínaði fljótt í kjölfar heimsstyrjaldanna tveggja. Þær hörm-
ungar er fólk upplifði á stríðsárunum höfðu mikil áhrif á mótun guðfræðinnar.
Tveir virtustu og afkastamestu guðfræðingar Vesturlanda á þessari öld, svissn-
esk-kalvínski guðfræðingurinn Karl Barth og þýsk-lútherski guðfræðingurinn
Paul Tillich, hófu feril sinn eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þeir leituðust í verkum
sínum við að bregðast við neyðinni, hvor á sinn hátt. En innan guðfræðinnar ríkti
áfram eins konar kreppa sem náði hámarki með „guðs-dauða-guðfræðinni“ um
og eftir miðja þessa öld. Augliti til auglitis við takmarkalausa illsku mannsins
þótti mörgum sem Guð væri víðs fjarri og margir komust að þeirri niðurstöðu að
Guð hlyti að vera dauður.9
Viðbrögð við „guðs-dauða-guðfræðinni“ voru margvísleg. Eitt dæmi er svo-
kölluð pólitísk guðfrœði, sem kom fram í Þýskalandi á sjöunda áratugnum og
leitaðist við að leiða guðfræðina út úr langvarandi kreppuástandi. Helstu tals-
menn hennar voru kaþólski guðfræðingurinn Johannes Metz og mótmælenda-
guðfræðingurinn Jurgen Moltmann. Pólitíska guðfræðin lagði, eins og nafnið
7 Hall: God and Human Suffering, bls. 22.
8 Anne Carr skrifar um mikilvægt samspil sögulegra aðstæðna og kristinnar hefðar í guðfræði
kvenna. Sjá grein Carr „The New Vision of Feminist Theology“ í Freeing Theology, ritstjóri
Catherine Mowry LaCugna, bls. 5-29.
9 Musser og Price, ritstj.: A New Handbook ofChristian Theology, bls. 120-121.
84