Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 87
Afhverju leggjum við stund á guðfrœði?
gefur til kynna, áherslu á pólitíska ábyrgð guðfræðinnar. Talsmenn pólitísku
guðfræðinnar gagnrýndu harðlega hefðbundinn skilning á guðshugtakinu út frá
sjónarhóli vonarinnar. Þeir lögðu áherslu á að Guð væri ekki lengur handan og
ofan sögunnar, heldur virkur þátttakandi í sögunni og höfundur þeirrar framtíðar
sem sköpuninni er búin.101 ljósi upprisu Krists er sköpuninni gefið að líta inn í
framtíðina sem hefur mótandi áhrif á nútímann og kallar á ábyrga breytni af
hendi þeirra sem trúa fagnaðarerindinu. Markmið guðfræðinnar er þess vegna
ekki aðeins að skilja heldur að breyta í anda þess sem trúað er."
Pólitíska guðfræðin hefur haft ómæld áhrif á mótun frelsunarguðfræði Suður-
Ameríku, sem og guðfræði þeldökkra bæði í Norður-Ameríku og Afríku. Bæði
frelsunarguðfræðin og guðfræði þeldökkra tilheyra þeim guðfræðistefnum sem
dr. Björn Björnsson hefur kallað á íslensku „hlaðvarpaguðfræði“.12 Vissulega er
hlaðvarpinn sjónarhóll þeirra sem iðka þessa tegund af guðfræði, en svo má líka
spyrja hvort öll guðfræði mótist ekki af umhverfi þeirra sem hana rita, þó að ekki
sé það alltaf jafn augljóst. Það er að minnsta kosti sannfæring frelsunarguðfræð-
inga og þeldökkra guðfræðinga að kristin guðfræði hafi löngum dregið taum
þeirra sem með völdin hafa farið, í stað þess að taka sér stöðu með þeim valda-
lausu lfkt og Kristur gerði sjálfur. í anda pólitísku guðfræðinnar ítrekar frelsun-
arguðfræðin mikilvægi breytninnar, eins og kemur skýrt fram í áherslunni á
orthopraxis, hina réttu breytni, sem skal koma á undan orthodoxiu eða hinni réttu
kenningu. Að mati frelsunarguðfræðinga er guðfræðin alltaf skref númer tvö, þar
sem hún er viðleitni fólks til þess að skilja lífið og skal hún ætíð vera í þjónustu
lífsins. Guðfræðin mótast þess vegna óhjákvæmilega af reynslu þeirra sem
leggja stund á hana. Gustavo Gutierrez frá Perú, einn af frumkvöðlum frelsunar-
guðfræðinnar, telur að hér sé um að ræða nýja aðferð í guðfræði. Þessi aðferð
einkennist af gagnrýninni endurskoðun sögunnar, en frelsunarguðfræðin tekur
jafnframt þátt í umbreytingu sögunnar með því að vinna að frelsun fátækra og
kúgaðra þegna samfélagsins.13 Þriðja dæmið um svokallaða hlaðvarpaguðfræði
er kvennaguðfræðin sem á margt sameiginlegt með fyrmefndum stefnum, en hún
tekur mið af þeirri þverfaglegu gagnrýni sem konur hafa sett fram á síðustu ára-
tugum.
10 Bók Jiirgens Moltmanns um guðfræði vonarinnar var tímamótaverk, en hún kom fyrst út á
þýsku árið 1964. Bókin kom út í enskri þýðingu James W. Leitch árið 1967 undir heitinu
Theology of Hope: On the Ground and the Implications ofa Christian Eschatology.
11 Musser og Price, ritstj.: A New Handbook ofChristian Theologians, bls. 365-369.
12 Bjöm Björnsson: „ Ný aldamótaguðfræði - eða hvað? “, bls. 13.
13 Gutierrez: A Theology of Liberation, bls. 11-12.
85