Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 88
Amfríður Guðmundsdóttir
Guðfræðin og kvennagagnrýnin
Sú guðfræði sem hefur gagnrýni kvenna að útgangspunkti er langt frá því að vera
einlit og óskipt. Með aukinni útbreiðslu hafa komið fram nýjar áherslur í sam-
ræmi við reynsluheim þeirra sem hlut eiga að máli. Þessi guðfræði er ekki lengur
einskorðuð við hvítar millistéttarkonur beggja vegna Atlantshafsins, heldur hafa
kynsystur þeirra í öðrum heimshlutum látið sífellt meira að sér kveða á undan-
förnum árum. I Bandaríkjunum, þar sem hvað mest er að gerast á þessum vett-
vangi, greinist kvennaguðfræðin til dæmis í þrjá megin flokka. Fyrst skal þar
nefna frumkvöðlana, hvítu konumar, sem skiptast í byltingarsinna, sem hafa sagt
skilið við kirkju og kristindóm, og endurbótasinna sem vinna að endurskoðun
kristinnar hefðar og umbótum innan kirkjunnar.14 í öðru lagi eru það svörtu
konurnar sem kalla sig womanista til aðgreiningar frá hvítu konunum (feminist-
unum) og guðfræði sína womanista guðfrœði.'s Þær gagnrýna hvítar konur fyrir
að einblína á kynjamisréttið og taka ekki nægilegt mið af þeim kynþáttafordóm-
um og stéttaskiptingu sem svörtu konumar búa við. Svörtu karlana gagnrýna þær
hinsvegar fyrir það að sinna ekki um kynjamisréttið sem viðgengst á meðal
blökkufólks, ekki síst innan kirkna þeirra. í þriðja hópnum em spænskættaðar
konur sem nefna guðfræði sína mujerista guðfræði, sem þýðir einfaldlega
kvennaguðfræði. Þessi guðfræði tekur mið af reynslu innfluttra spænskættaðra
kvenna sem oft búa við bágar aðstæður í nýja landinu.16
Þó að þessar þrjár gerðir kvennaguðfræðinnar séu um margt ólrkar, þá eiga
þær það allar sameiginlegt að telja að hefðbundin kristin guðfræði endurspegli
einungis reynslu helmings mannkyns, það er að segja karlmanna.17 Konumar
telja að guðfræðin hafi auk þess oft verið notuð til þess að rökstyðja hugmyndir
um óæðra eðli kvenna sem og að halda þeim frá áhrifum innan kirkjunnar. Af
14 Frægust í hópi byltingarsinna er Mary Daly, sem hefur meðal annars skrifað Beyond God the
Father: Toward a Philosophy of Women’s Liberation. Bækur eftir brautryðjendur úr hópi
endurbótasinna eru til dæmis In Memory of Her: A Feminist Theological Reconstruction of
Christian Origins eftir Elisabeth Schiissler Fiorenzu, Sexism and God-Talk: Toward a
Feminist Theology eftir Rosemary Radford Ruether og Human Liberation in a Feminist
Perspective - A Theology eftir Letty Russell.
15 Eftirfarandi bækur hafa verið stefnumarkandi í guðfræði womanista: White Women's Christ
and Black Women 's Jesus. Feminist Christology and Womanist Response eftir Jacquelyn
Grant; Sisters in the Wilderness. The Challenge of Womanist God-Talk eftir Delores S.
Williams; A Troubling in My Soul. Womanist Perspectives on the Evil & Sujfering ritstýrt af
Emilie M. Townes.
16 Ada María Isasi-Diaz hefur verið í forystusveit mujerista guðfræðinga. Hún hefur skrifað En
la Lucha. In the Struggle. Elaborating a mujerísta theology. Asamt Yolanda Tarango hefur
Isasi-Diaz skrifað Hispanic Women. Prophetic Voice in the Church.
17 Sjá Monica Hellwig: W7io.se Experience Counts in Theological Reflection?
86