Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 90
Arnfríður Guðmundsdóttir
Framtíð guðfræðinnar
í upphafi var minnst á tímamót og mikilvægi þeirra. Á tímamótum stöldrum við
gjarnan við og metum árangur hins liðna en hugum jafnframt að morgundegin-
um. Afmæli Prestaskólans gaf okkur tilefni til að velta fyrir okkur guðfræðimennt-
un, sem aftur leiddi til umfjöllunar um eðli guðfræðinnar og tilgang hennar.
Hér hefur verið lögð áhersla á mikilvægi þess að iðka guðfræði í ljósi sögu-
legra aðstæðna. Ef ekki væri tekið tillit til staðar og stundar væri guðfræðiiðkun
óþörf. Þá væri nóg að læra utanbókar guðfræði gærdagsins. Við leggjum stund á
guðfræði til þess að svara þeim spurningum sem verða til á nýjum og breyttum
tímum. Þessar spurningar hafa mótandi áhrif á svörin, sem aftur kalla fram nýjar
spurningar, svo vitnað sé enn og aftur í orð Pauls Tillichs. Þær tegundir svokall-
aðrar hlaðvarpaguðfræði sem fjallað var um hér að framan, leggja einnig áherslu
á mótunarhlutverk samtímans. En pólitísk ábyrgð er þeim jafnframt hugleikin.
Að þeirra mati getur kenningin ekki staðið ein og sér, hún kallar á ákveðna
breytni, theoría og praxís heyra með öðrum orðum saman.
Frelsunarguðfræðin, guðfræði þeldökkra og kvennaguðfræðin hafa lagst á eitt
við að gagnrýna guðfræði liðinna alda fyrir að viðurkenna ekki mikilvægi hlað-
varpans, en einnig fyrir að vanmeta pólitíska ábyrgð sína. Brýnt er að við gerum
okkur grein fyrir því að guðfræðin hefur á liðnum öldum verið notuð í mörgum
og margvíslegum tilgangi og svo er enn. Þannig hafa guðfræðileg rök verið not-
uð meðal annars til þess að réttlæta kúgun kvenna, sölu þræla og arðrán forrétt-
indastétta. Gagnrýnin endurskoðun hefðarinnar er af þessum sökum mikilvægur
þáttur guðfræðiiðkunarinnar. En það þarf einnig að gera þekkinguna sem fengist
hefur af þessari reynslu aðgengilega öllum sem læra guðfræði. Nauðsynlegt er að
hvetja guðfræðinema til þess að huga að eigin hlaðvarpa og pólitískri ábyrgð. Þá
þarf að hvetja til þess að líta í eigin barm og huga að þeim ástæðum sem liggja
að baki vali þeirra á viðfangsefni og í hvaða tilgangi þeir hyggjast nýta fengna
þekkingu. Eðli fagnaðarerindisins, meginviðfangsefnis guðfræðinnar, er slíkt að
guðfræðin getur aldrei einskorðast við kenninguna, eða talið um Guð. Túlkun
fagnaðarerindisins í ljósi samtímans verður ekki aðeins takmörkuð við orðið.
Orð og athöfn haldast í hendur, líkt og þjónustan við Guð og náungann. Sé það
haft í huga þurfa guðfræðingar framtíðarinnar ekki að óttast verkefnaskort,
hverjir svo sem atvinnumöguleikamir kunna að verða!
88