Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Qupperneq 94
Sigurður Árni Þórðarson
Andi tillagnanna er, að guðfræðinemar fái sem fyrst kirkjulega mótun, nýti
sér guðfræðinámið betur, þætti saman fræði og starf og njóti leiðsagnar og hand-
leiðslu. í stað þess, að kennimannlegt nám fari fram eftir að guðfræðinámi lýkur,
verði starfsþjálfun um tíma samhliða guðfræðinámi.
Hér á eftir verða þessar tillögur kynntar, forsendur þeirra og fyrirmyndir. í
fyrsta lagi verður fjallað um eðli guðfræðinnar, sögu hugtaks og hvað geti þjónað
samfellingu bauga einstaklings, guðfræðináms og kirkju. í annan stað verður
vikið að, hvernig starfsþjálfun prestsefna er háttað erlendis, til að skýra hið
stærra samhengi tillagnanna. Þá verða tillögurnar skýrðar, andi þeirra og viðmið.
Hvað er guðfræði?
Prestsþjónusta hefur fyrr og síðar verið mótuð af guðfræði. Til að þjálfun prests-
efna verði með upplýstu móti og skilagæðin þokkaleg þarf að veiða vel úr hafi
guðfræðisögunnar, beita nútímaaðferðum og taka mið af nútímaaðstæðum. í
sögu kirkjulegrar menntunar má greina að fjóra þætti í þróun hugtaksins guð-
fræði.1 Sumt hefur orðið til mikils gagns, en annað hefur orkað tvímælis. Til-
gangur yfirlitsins er að benda til sígilds meginatriðis, sem varðar guðfræðinám
og þjálfun kirkjustarfsmanna.
Afstaða hins kristna
A fyrri öldum var iðkun guðfræði álitin afstaða og eðlilegt atferli, habitus, hins
kristna einstaklings. Hugtakið habitus þekkjum við í enska orðinu habit og
merkir venja eða jafnvel kækur. Kristinn maður einkenndist af innræti, sem
leitaði sér þekkingar í kristnum fræðum, visku, rökum og inntaki trúarinnar. Þar
var forsenda allrar kirkjulegrar fræðslu.
Hugtökin episteme og scientia voru notuð í trúarlegu, kirkjulegu samhengi. Á
síðari öldum eru þau kunn í samhengi vísinda á Vesturlöndum. Nú þekkja menn
episteme í fræðiheitinu epistemologíu, þekkingarfræði. Scientia er móðir enska
orðsins science, sem er gjaman notað sem samheiti fyrir raunvísindi. Vegna trú-
arlegs skilnings á miðöldum voru þessi hugtök ekki skilin ópersónulega og hlut-
bundið eins og síðar varð. Guðfræðiiðkun var því lífsiðkun og ekki nauðsynlega
í tengslum við skóla og því síður í tengslum við kennimannlegt nám. Það er síð-
ari tíma mál.
1 Sjá yfirlit um sögu guðfræðináms og breytinga á skilningi á eðli guðfræði: Edward Farley,
Theologia: The Fragmentation and Unity of Theological Education, (Philadelphia, Fortress,
1983). Bókin er orðin klassiker þeirra, sem huga að endurskipulagi guðfræðináms austan hafs
og vestan.
92