Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 96
Sigurður Ámi Þórðarson
námi, í launkamri prestsseturs eða á endurmenntunarnámskeiðum. Málnotkun er
eitt og atferli og iðja guðfræðideilda er annað. Vestur í Bandaríkjum hafa undan-
fama áratugi farið fram miklar umræður um eðli og skipan guðfræðináms, sem
hefur skilað sér í endurnýjun þess. Umræðan heldur áfram eins og sjá má á þing-
um AAR.2
I hinni margra alda sögu guðfræðihugtaksins í salíbunu guðfræðideildanna
hafði kjarni guðfræðinnar gleymst mörgum eða jafnvel sundrast. Vísindagildi og
tilgangur greinanna var varinn af hverri grein og með ýmsu móti. Guðfræðin var
í raun eins og margstofna reynistóð. Þegar háskólar fóru að njóta meira sjálfstæð-
is gagnvart kirkjulegum yfirvöldum og gagnrýni jókst gegn aðferðum og við-
fangi guðfræðideilda urðu málsvarar þeirra að finna sér nýjar réttlætingar. Ekki
var þar með sagt að rökin væru öll guðfræðileg, heldur var víða leitað fanga.
Með vaxandi embættismannakerfi í kjölfar upplýsingatímans var æ oftar vísað til
að mennta yrði góða presta og góða embættismenn. Kennimannlegu greinar guð-
fræðinámsins urðu að útgöngudyrum skóla og inngöngudyrum ríkisstarfa.
Klerkvæðing guðfræðinnar
Friedrich Schleiermacher var mikilvægur túlkandi í mennta- og guðfræði-lífi
Þjóðverja. Rit hans um eðli, inntak og tilgang guðfræðináms varð samnefnari í
guðfræðimótun á 19. og 20. öld. í Kurze Darstellung des theologischen Studiums
hélt Schleiermacher fram að megintilgangur guðfræði væri að mennta presta til
starfa.3 Guðfræðiiðkun var því ekki lengur hjartsláttur, habitus, hins trúaða
manns, heldur nám til embættis. Þetta var nokkurs konar prestsvæðing guðfræð-
innar. Fagið var varið eða réttlætt sem háskólagrein sem og háskólinn út frá þjón-
ustu við þjóðfélagið, þ.e. með því að mennta embættismenn. Guðfræðin var ekki
lengur inntaksgrein, grundvölluð á trúarlegum forsendum, heldur deild með
ákveðnu samfélagslegu þjónustuhlutverki. Schleiermacher taldi, að hinn kenni-
mannlegi eða prestslegi þáttur væri höfuðatriðið, sem allt skyldi lúta: Heimspek-
in væri rótin, sögulegu greinarnar væru stofninn og kennimannlegu greinarnar
væru króna guðfræðinnar. Hagnýtu greinamar skyldu binda saman allar greinar
og veita skýra leiðsögn um iðkun prestsstarfsins í hinu þýska ríki og kirkju.
Stefna Schleiermachers varð ofan einnig hér á íslandi eins og sjá má í markmiðs-
grein Prestaskólans í ársriti hans 1850.4
2 A hinum fjölmennu þingum American Association of Religion í lok nóvember ár hvert er
ávallt fjöldi fyrirlestra og umræðuhópa um guðfræðinám og kennslufræði. Þessa sér einnig
merki í ritum samtakanna, sem send eru meðlimum.
3 I enskri þýðingu Friedrich Schleiermacher, Brief Outline on the Study of Theology, trans.
Terrence N. Tice, (Atlanta, John Knox Press, 1966).
4 Arritprestaskólans, ritstj. P. Pétursson og S. Melsteð, (Reykjavík: Prentsmiðja landsins, 1S50), 28.
94