Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Qupperneq 97
Guðfrœðin, innrceti og starfsþjálfun prestsefna
Guðfræðilega er komið að því að gera upp við Schleiermacherhefðina og
endurvekja habitushefðina. Vandi klerkaskilnings á guðfræði er: Óljós vísinda-
skilningur, þ.e. engin heildarsýn, sem samhugur er um. Mismunandi aðferðir
stýra hinum mismunandi greinum. Af leiðir, í öðru lagi, ótrygg staða guðfræð-
innar í háskólum. Spyrja mætti t.d. hvort ekki ætti að fella biblíugreinar undir
bókmenntir, kirkjusögu undir sagnfræði og þjóðfræði, trúarlífssálfræði o.fl. und-
ir almenna truarbragðafræði? Sálfræðin, læknadeild og félagsráðgjöf gætu séð
um sálusorgunarkennslu? Barnauppfræðsla og fermingarfræði gætu fallið undir
uppeldisfræði o.s.frv. í þriðja lagi mætti spyrja: Hvað gerist, þegar menn fara að
efast um mikilvægi presta sem embættismanna og hin þjóðfélagslega réttlæting
fellur? Á hinum síðari árum hefur staða presta líklega veikst. Það, aukinn fjöl-
breytileiki og þróun vestrænna samfélaga, kallar því á heildarsýn og vísinda-
grundvöllun guðfræðinnar, sem er önnur en hin embættislega. í fjórða lagi ber að
íhuga vel hvemig megi samþætta sem best fræði og hagnýtingu. í Schleiermach-
erhefðinni er fræðilegi þátturinn um of aðgreindur frá kennimannlega þættinum.
Það veldur kreppu á öllum sviðum guðfræðináms, í hugum nemenda og kennara,
og kannski ekki síst í sjálfu kennimannlega náminu, sem verður þegar verst lætur
handverk. Sú þróun er blessunarlega stutt komin á íslandi. Kennarar guðfræði-
deildar H.í. hafa lengstum viljað, að guðfræðiiðkun og hagnýting ættu samleið.
Hins vegar hefur menn greint á um hversu vel hefur tekist til. Einhvem breyskan
prest hefur og hent að úthúða guðfræðideild í stað þess að líta sér nær.
Ymsir guðfræðinemar og kandídatar hafa talað um að efla verði hina kenni-
mannlegu fræðslu og mótun.5 Sumir prestar hafa talið sig vanbúna við upphaf
prestsskapar. Margir hafa viljað, að guðfræðideild yki hinn hagnýta þátt guð-
fræðimenntunar. Miklu skiptir, að ljóst sé við hvað er átt. Þau, sem vilja aðeins
meiri færni, em að biðja um handverk, ef ekkert annað er að baki beiðnum. Þess-
ar óskir em kunnar í öllum hinum vestræna heimi. Erlendir háskólar hafa brugð-
ist við þeim með ýmsu móti og aukið við hinar kennimannlegu greinar. Þegar lit-
ið er til baka og guðfræðin skoðuð, kemur í ljós skortur á einingu í guðfræðinámi
og þjálfun prestsefna. Svo gæti virst, að guðfræðikreppa ríkti á Vesturlöndum.
Guðfræðigreinar, sem kenndar eru við praxis, svört, pólitísk, kvenna-, og frels-
unar-guðfræði hafa neytt guðfræðinga til að glíma við tengsl fræða og iðju,
teoríu og praxis.
5 Sjá grein Guðrúnar Karlsdóttur, formanns Félags guðfræðinema, „Stúdentamessa," Morgun-
blaðið, 23. janúar, 1997, 42. „Ég lít þó svo á að starfsnámið sé af allt of skomum skammti og
því verða stúdentar sjálfir að hafa frumkvæði að því að bjóða fram krafta sína í kirkjum
landsins."
95