Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 98
Sigurður Ami Þórðarson
Þjálfun prestsefna - þrjú kerfí
Þegar farið var að huga að endurbót kandídataþjálfunar okkar var litið til hlið-
stæðna erlendis. Þjálfun prestsefna er með ýmsu móti og þó einkum þrenns
konar
Smiðshöggskerfíð
Þjálfunin fer fram eftir að námi í guðfræðideild lýkur og áður en kandídat getur
tekið vígslu. Kandídataþjálfunin byggir á þeirri menntun, sem aflað var í guð-
fræðideild, en er eins konar smiðshögg. Þessi skipan er í Danmörku og víða í
Þýskalandi. Kandídataþjálfunin, sem komið var á í upphafi áratugarins á íslandi,
dregur dám af þessu kerfí þó að það sé mun styttra hérlendis en erlendis. Galli
smiðshöggskerfisins er, að hinar hagnýtu greinar eru skornar úr guðfræðilegu
samhengi.
Hálfleikir
I Noregi hefur verið mótuð nokkurs konar hálfleikjaskipan.6 Norðmenn komust
að því, að mikilvægt væri að virkja guðfræðinema fyrr en við lok náms og sam-
þætta þekkingaröflun og starf í söfnuði. Því var hagnýta hlutanum skipt í tvennt.
Milli fjórða og fimmta misseris eru guðfræðinemar sendir út af örkinni og látnir
starfa í söfnuði að margvíslegum safnaðar- og prestsstörfum, sem síðan er unnið
úr á eftirfylgjandi misserum í fræðilegri vinnu. Eftir lok guðfræðinámsins lýkur
kandídatinn hinni kennimannlegu þjálfun. Það er seinni hálfleikur þjálfunarinn-
ar. Þetta kerfi er að því leyti gott, að hinn kirkjulegi þáttur kemur snemma, vitund
nemanna um hina hagnýtu og kirkjulegu vídd vaknar og eflist og styður og brýn-
ir hið fræðilega nám. Hins vegar eru ýmsir agnúar á kerfinu. Það tekur ekki mið
af einstaklingsþroska og þroskaferli. Það vantar gagnvirkni og vekur spurningar
um eðli guðfræðinnar og samhengi, sem ekki hefur verið svarað.
Samfylgd
I Svíþjóð og víða í Bandaríkjunum er samfylgdarkerfi notað, þ.e. prestsefna-
köllun og -mótun er fléttuð að guðfræðináminu.7 Guðfræðineminn gerir sér
skjótt grein fyrir, að guðfræðipróf er ekki sjálfgefinn aðgangur að vígslu og emb-
6 Ny studieordning, Kultur- og vitenskapsdepartementet 11. júlí, 1988, Per Karstensen,
„Praksisveiledning - ny utfordring for MF“ Halvársskrift for Praktisk Teologi, 1, 1989, 20-31;
Hallvor Nordhaug, „Er det slik vi bör utdanne prester? Et debattinnlegg om den praktiske teo-
logis stilling i teologistudiet pá MF,“ Ung Teologi, 1, 1996; Birger Henrik Fossum, „Pá veg til
en ny studieordning pá MF,“ Halvársskrift for Praktisk Teologi, 1, 1985, 15-21.
7 Innan ELCA-kirkjunnar í Bandaríkjunum eru skrefin þessi: Ársþátttaka í starfi safnaðar ásamt
handleiðslu; umsókn um starf í heimasynódu; skrásetning í heimasöfnuði; viðtal við ráðning-
amefnd, sálfræðipróf; starfsferilsmat og ráðningarviðtöl. Heildin er hugsuð sem mats- og
handleiðsluferill.
96