Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 101
Guðfrœðin, innrœti og starfsþjálfun prestsefiia
6. Vinnuvikur og handleiðsla nývígðra
Biskup kalli nývígða presta til vinnu-viku eða -vikna tvö fyrstu ár eftir vígslu.
Vegna beinnar reynslu af prestsskap má fara dýpra í einstök viðfangsefni og
íhugunarefni prestsþjónustunnar. Með samningi við guðfræðideild verði aðild
kennara guðfræðideildar skilgreind nánar.
Tillöguskýringar
Þjálfunarteymi mun þiggja umboð frá biskupi og standa honum skil gerða og
niðurstaðna. Trúnaður hlýtur að verða starfsforsenda, en jafnframt hreinskiptni
gagnvart skjólstæðingum teymisins. Þeir fái að vita um upplýsingar og hverjum
þær eru veittar. Gert er ráð fyrir, að teymið fái skýrt umsagnarvald og verði sá
fagaðili, sem opnar dyr eða lokar, þó að biskup fari með endanlegt úrskurðar-
vald. Vald teymisins verður því mikið og vandmeðfarið og varðar heill einstak-
linga og prestslegrar þjónustu í framtíðinni. Til að girða fyrir, að teknar verði
geðþóttaákvarðanir er mikilvægt, að öllum sem að verki koma verði sett erindis-
bréf eða skráðar reglur. Setja þarf viðmið um hvaða hæfni og eiginleika prestur
þarf að hafa til að eiga aðgang að vígslu." Teymið hlýtur að hafa víðtæku hand-
leiðsluhlutverki að gegna. Þau, sem hyggja á prestsskap, þurfa ábendingar vegna
úrvinnslu og umbóta. Þá þarf að styðja hin með nærfærni og festu, sem stöðvuð
eru og beint í önnur störf á vegum kirkjunnar eða annars staðar. Því er æskilegt,
að einhver teymismeðlima hafi að baki nám/þjálfun í handleiðslu.
Mikilvægt er, að í vinnu teymisins verði unnið með þær forsendur, sem nú-
tíma guðfræðinemar hafa. Einhverjir þeirra hafa ekki notið uppeldis í safnaðar-
samhengi, hafa litla reynslu af kirkjulífi, eru sumir ráðvilltir í trúarlegum efnum
eða eiga í félagslegu, sálrænu og efnalegu basli. Kirkjan hlýtur að horfast í augu
við, að margir guðfræðinemar hafa veika kirkju- og trúar-sýn og eiga langt í land
með þroska, sem nauðsynlegt er að þeir hafi þegar út í starf er komið. Því fyrr,
sem þeir njóta stuðnings og því fyrr sem á málum er gripið, því betra fyrir alla
aðila. Kirkjan getur ekki krafist þess starfa af guðfræðideild háskóla og verður
því að axla ábyrgð sjálf, þó að náið verði unnið með kennurum guðfræðideildar.
Lagt er til, að guðfræðinemar á öðru til þriðja ári skrái sig til þjálfunar. Biskup
eigi síðan fund með nemum þessum, annað hvort einslega eða í hóp. Þá hefjist
jafnframt tengsl þeirra við þjálfunarteymið og þeim kynnt í hverju samstarfið er
11 Sjá erindi á ráðstefnu um guðfræðinám, Skálholti, 17.-20.4. 1997; Tomas Nygren, „Vilka krav
stáller vi pá utbildningen och varför;“ Olav Skjevesland, „Identitet og identifikasjon: Preste-
utdannelse i dag;“ Sven Hedenrud, „Vem er lamplig? Om antagninsprocessen i Svenska kyrk-
an,“ „Evalueringskriterier,“ Lys og Liv, MF, 3. Sjá einnig hér á eftir, þegar reynt er að greina
viðmið.
99