Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Qupperneq 102
Sigurður Árni Þórðarson
fólgið og skyldur þeirra verða.12 Á þriðja ári til námsloka, þ.e. tvö til þrjú ár, taki
þeir þátt í árlegum námskeiðum, sem haldin eru um einstaka þætti hins prests-
lega starfs, helgihald, predikun og fræðslu, sálgæslu og líknarþjónustu. Það er
ekki í verkahring kirkjunnar að skilgreina guðfræðinám, en kirkjan getur með
þessari skipan sett sínar kröfur og skilyrði varðandi þjálfun prestsefna umfram
það er guðfræðideild veitir. Guðfræðideild og þjálfunarteymi þyrftu að eiga
formlegan samstarfvettvang og samskiptahætti þyrfti að ákvarða. Forstöðumað-
ur hinna kennimannlegu greina guðfræðideildar og teymisformaður þyrftu að
vinna náið saman. Ekki er lagt til, að hinar kennimannlegu greinar verði dregnar
út úr guðfræðinámi.
Þjálfa þarf handleiðara nema og kandídata, svo þeir hafi skýr viðmið, mark-
mið og ramma í starfi sínu. Sameiginlegar reglur ættu að gilda fyrir þá presta,
sem hafa guðfræðinema og kandídata í þjálfun og handleiðslu. Áhöld eru um
upplýsingaskyldu. Ekki er meðmælanlegt að krefjast þess af kennurum guð-
fræðideildar, að þeir gefi upplýsingar um nemendur sína. Guðfræðinemar eiga
einnig rétt og hafa þörf fyrir hlé og skjól til að gera tilraunir með trú og líf án þess
að það verði þeim til hindrunar í því ferli sem varðar kirkjuna. Prestar ættu bæði
fyrr og síðar að gefa ítarlegar umsagnir. Það sé hluti af starfsskyldum þeirra, þeg-
ar þeir taka nema undir sinn verndarvæng. Mikilvægt er, að ræða til enda þennan
upplýsingaþátt til að enginn velkist í vafa um skyldur og réttindi.
Annað atriði ber að nefna í þessu sambandi, sem er fyrirmyndarhlutverk (role
model) það, sem prestar hafa og er vænst að þeir séu meðvitaðir um. Guðfræði-
nemar og kandídatar eru sífellt að leita að fyrirmynd, sem upplýsir og skýrir
þeirra eigin hlutverk. I erindisbréfi eða handleiðslulýsingu þyrfti að fjalla skýrt
um þetta hlutverk handleiðarans.
Þá er einnig lagt til, að það sé skilyrði, að guðfræðinemar taki þátt í starfi
ákveðins safnaðar. Margir taka að sér launavinnu í söfnuðum, en of fáir sækja
reglulega kirkju í þeim söfnuði og fara því á mis við mikilvæga mótun. Ríkuleg
reynsla af starfi í einum söfnuði á mótunarárum er ómetanleg reynsla hverjum
presti.
12 Ihugandi er hvort efna eigi til skyldunámskeiðs fyrir alla starfsmenn kirkjunnar, hvaða leið
sem þeir fara í námi og störfum að öðru leyti. Námskeiðið gæti orðið í tengslum við Leik-
mannaskólann og skipulagt í samvinnu guðfræðideildar og fræðsludeildar, ætlað prests- og
djáknaefnum, organistum, meðhjálpurum, kirkjuvörðum o.s.frv. I Svíþjóð sækja allir tilvon-
andi starfsmenn slíkt námskeið, sem er 16 vikna nám. Viðfangsefni er saga og samtíð þjóð-
kirkjunnar, stefna og yfirlit helstu trúaratriða, sem sé handhægt yfirlit og kynning hins kirkju-
lega lífs og inntaks. Sjá De Nya Yrkes Utbildningama, Svenska kyrkans utbildnngsnamd;
Prast i Svenska Kyrkan, Svenska kyrkans församlingsnamd; Utbildningsreformen, Svenska
kyrkans utbildningsnámd; Utbildningsplan för Svenska kyrkans pastorala Profdutbildning,
Svenska Kyrkans Utbildningsnamd
100