Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Blaðsíða 104
Sigurður Árni Þórðarson
góða menntun, í samræmi við það besta í heimi fræða og þarfir samfélags. Það
er hins vegar ævarandi verkefni deildar að endurskoða skipan og námsefni. í
Finnlandi hefur guðfræðideild óskað þess, að kirkjan setji fram óskir um guð-
fræðinám til að hægt sé að meta núverandi skipan. Kirkja og guðfræðideild
þyrftu að eiga sér vettvang fyrir samræðu og samvinnu. Kirkjan hlýtur að gera
fagkröfur til starfsmanna sinna og meðal annars að þeir séu góðir í fræðum sín-
um. Vel mætti ímynda sér að kirkjan gerði þá kröfu að djáknar og prestar hefðu
fyrstu einkunn í veigamestu fögum og jafnvel í meðaleinkun. Þjálfunarteymi ætti
að gaumgæfa einkunnir guðfræðinema og grennslast fyrir um ástæður áfalla.
Námsferill segir sögu um hæfni og hug.
Til að guðfræðiþekking verði einhvers virði í prestsstarfi þarf viðkomandi
einnig að hafa öðlast þroska til að hugsa guðfræðilega og beita guðfræðilegri
nálgun í störfum sínum. Ekki er nægilegt, að menn hafi aðeins uppsláttarhæfni
og geti reitt fram rétt kirkjuleg svör, heldur sýni hefð kristninnar og kirkju sinnar
gagnrýna samstöðu.
Helgihald - gleði og hæfni
Fram hefur komið, að mikilvægt sé að sá eða sú, sem hyggur á prestsskap, sé
kunnáttusamur litúrg, sem gengur með gleði og þekkingu til helgiþjónustunnar.
Kirkjan hlýtur að gera talsvert miklar kröfur til starfsmanna sinna um hug og
hæfni á þessu sviði.
Færni í mannlegum samskiptum
Þau, sem lokið hafa bæði guðfræðinámi og þjálfun, verða að hafa öðlast færni í
mannlegum samskiptum. Þau er brestur eitthvað ættu ekki að hljóta aðgang að
vígslu. I starfí vinnur prestur með fólki, eða jafnvel í fólki, eins og einn klerkur
orðaði það.15
Heil og þroskuð persóna
Miða ætti við að vígsluþegi sé fullveðja, þroskuð og heil mannvera, sem hafi
bæði staðfestu, sjálfstæði og færni til að bregðast við nýjungum með opnum
huga. Prestsefni hlýtur að eiga hægt með samræðu við fólk og hafa áhuga á fólki,
þola návist og nánd, og geta tjáð sig skýrt (einnig í ræðu og riti).
Kirkjuvitund
Þjálfun prestsefna verður einnig að miðast við kirkjulegan veruleika og hefð. Þó
að í tillögum sé lögð áhersla á fleira en þau atriði er engin ástæða til að sveiflast
15 Hnyttni sr. Jóns Ragnarssonar.
102