Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 108
Kristján Búason
cus)\ Þannig var t. d. talað um hina sögulegu borg Jerúsalem, hún jafnframt
túlkuð sem hin jarðneska kirkja, þá einstaklingurinn og loks hin himneska
Jerúsalem. Hinn fjórfaldi skilningur biblíutextans birtist í minnisversinu:
Littera gesta docet / quid credas allegoria /
moralis quid agas / quo tendas anagogia.
(Hinn skrifaði texti kennir það, sem hefur gerzt,
óeiginleg túlkun er það, sem þú trúir,
siðferðileg túlkun er það, sem þú aðhefst,
upphafin hugsun er það, sem þú stefnir á)
Þetta er í grunni útfærsla eldri skiptingar í bókstaflega merkingu, sensus
litteralis (historicus), og andlega merkingu, sensus spiritualis (mysticus), sem
innihélt þrjár síðasttöldu merkingarnar. Sensus litteralis eða historicus var
grunnurinn og sensus spiritualis varð að hafa undirstöðu í sensus litteralis (hist-
oricus) annars staðar í ritningunni.4
Við hlið þessara ólíku túlkana var til svo kölluð týpologísk túlkun, sem sér í
ákveðinni samsvörun fyrirmyndir að efni Nýja testamentisins. Þessi túlkun skar-
ast að hluta við andlega túlkun, sensus spiritualis, einkum allegoríska túlkun.
í siðbótinni snérist Marteinn Lúther gegn allegorískri túlkun og hélt fram
sensus litteralis eða historicus, en samtímis hélt hann og aðrir siðbótarmenn upp
á týpologíska útleggingu, sem gat skarast við t. d. tropologíska túlkun. Sam-
kvæmt túlkun þeirra er öll ritningin leyndardómsfull tilvísun til Krists. Jerúsalem
og Zion eru þeim fyrirmyndir kirkjunnar. í upplýsingunni missti týpologísk út-
legging gildi sitt, mönnum fanns hún óþörf, hún lifði þó áfram hjá einstaka guð-
fræðingi.5 Áður en spurt er, hvaða merkingu textar ritningarinnar hafa fyrir
kristna menn í dag, þarf að vita, hvaða merkingu þeir höfðu á sínum tíma og yfir-
færa hana.
í því, sem á eftir fer, langar höfund þessa erindis að taka áheyrendur með sér inn
í veröld miðaldanna og hlusta eftir, hvernig guðfræðingar og söfnuðir þeirra
lögðu út og sáu textana í umgjörð guðsþjónustunnar.
Á miðöldum var mikilvægasti atburður veraldar eftir sköpun og syndafall
holdtekjan, fómardauði Krists og upprisa, sem fól í sér lausn frá synd, dómi og
4 G. Ebeling, Hermeneutik. í Die Religion in Geschichte und Gegenwart III. Tiibingen: J. C. B.
Mohr (Paul Siebeck) 1958. Dálk. 249n.
5 E. Fascher, Typologie III. I Die Religion in Geschichte und Gegenwart VI. Tiibingen: J. C. B.
Mohr (Paul Siebeck) 1962. Dálk. 1095-98.
106