Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Blaðsíða 109
Kalkmyndir í „Danmarks kyrka“ í Upplandi í Svíþjóð og Biblia pauperum
dauða. Þetta birtist í miðun tímatalsins við fæðingu Jesú Krists.6 Þessi lífgefandi
endurlausn er gefin í skíminni og með leyndardómsfullum hætti nærverandi
einkum í altarissakramentinu, áframhaldi og endurtekningu þess, sem gerðist
forðum á Golgata.7 Þessi skilningur er enn við lýði í rómversk-kathólsku kirkj-
unni. Hjá siðbótarmönnum lifði þessi skilningur áfram, nema messufórninni var
hafnað.8 Jafnvægis var leitað milli altarissakramentis og predikunar.9 Þróunin
hefur verið sú, að altarissakramentið hefur vikið nokkuð fyrir áherzlu á predikun
orðsins. Fórnarþjónusta prestsins og sakramenti prestsþjónustunnar hefur vikið
fyrir hinum almenna prestsdómi kristins manns.10 Fyrir oss, sem tilheyrum hinni
evangelísk-lúthersku kirkju, er messa miðaldakirkjunnar og túlkun hennar að
vissu leyti framandi veröld, en hún er jafnframt forvitnileg til skilning á þeim
menningararfi, sem hvarvetna blasir við oss.
Kirkjan í Danmarkssókn
Á árunum 1971-1975 var höfundur aðstoðarprestur í „Danmarks och Funbos
pastorat" í Upplandi í Svíþjóð. í kirkjunni í Danmark (Mynd 1) blasa við söfnuð-
inum litríkar kalkmyndir frá lokum miðalda, sem hafa heillað höfund frá fyrstu
sýn (Mynd2). Það varð til þess, að hann fór að kanna sögu þeirra og hlutverk. Þar
kemur einkum við sögu myndabók frá miðöldum, sem byggir á svo kallaðri
týpologískri túlkun. Kirkjulistarmenn 14. og 15. aldar notuðu gjarnan þetta rit
sem fyrirmyndir að kalkmálningum sínum, og það varpar ljósi á merkingu
þeirra. Þetta rit gengur undir nafninu Biblia Pauperum („Biblía fátækra“).
I þessu erindi verða teknar til umfjöllunar fáeinar myndir í kirkjunni í Dan-
mark, bakgrunnur þeirra í Biblia Pauperum og týpologísk túlkun í helgimynda-
hefðinni. Viðfangsefnið er fyrst og fremst á sviði ikonografíu, en ekki listasögu.
Þó að greining stíla í myndlist skipti máli í íkonografískri umfjöllun", þá er það
ekki á færi höfundar.
6 Það var munkurinn Dionýsius Exiguus frá Skýthiu, í Róm 497-545, sem samdi páskaskrá (Liber
de paschate. Minge Patrologia Latina) árið 525 og lagði þar með grunn að tímatali og hátíðarskrá
kristinna Vesturlanda. Hann taldi Jesúm Krist hafa fæzt árið 754 frá stofnun Rómaborgar (ab
urbe condita) í stað 759, sem er sennilega réttara. Viðmiðunin við fæðingu Jesú Krists var form-
lega samþykkt af kirkjunni í Bretlandi í Whitby 664 og svo smám saman af kirkjum annarra
landa. Sjá m. a. Eugen Meyer, Chronologie IV. Christliche Zeitrechnung. í Die Religion in Ge-
schichte und Gegenwart I. Túbingen: J. C. B. Mohr (Paul Siebeck) 1957. Dálk. 1814n.
7 Loofs, F., Leitfaden zum Studium der Dogmengeschichte II. Halle (Saale): Veb Max Niemeyer
Verlag 1953. Bls. 377-382, og 465-478. Sjá ennfremur Bengt Hágglund. Teologins historia. En
dogmhistorisk översikt. Lund: Gleerup Liber Láromedel 41969. Bls. 133nn og 170nn.
8 Hágglund, 218n.
9 Hagglund, 215.
10 Hagglund, 222nn.
11 ítarlega umfjöllum um stíla í handritum af Biblia Pauperum er að finna hjá G. Schmidt, Die Arm-
enbibel des XTV. Jahrhunderts. Graz / Köln: Verlag Hermann Böhlhaus Nachf. 1959. Bls. 57-76.
107