Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 112
Krístján Búason
ingum sýna atvik úr lífi Krists, svo kallaðar „antitýpur“ ásamt hliðstæðum eða
„týpum“ úr frásögum Gamla testamentisins (Mynd 2). Auk þess voru neðst í
hvelfingum við upphaf þakboga myndir af spámönnum Gamla testamentisins.
Textabönd á latínu eru á sumum myndanna.
Loks var kirkjan gagngert endurnýjuð 1957-1958, en þá var kalkmálning frá
1825 hreinsuð af veggjum.15 Á norðuvegg í kirkjuskipi komu í ljós brot af mynd-
um af móður Jesú og bernsku Jesú og myndir af „kvisti af rót Ísaí,“ með mynd-
brotum af konungum ísraelsmanna í liminu, en á suðurvegg birtust myndir og
brot af myndum úr lífi helgra manna, einkum Ólafs helga, baráttumanns trúar-
innar, en einnig nokkurra annarra.
Á norðurvegg kórs komu í ljós myndir og myndbrot af áföngum í píslasögu
Jesú, greftrun og upprisu (Mynd 3), en á suðurvegg kórs birtust myndbrot, sem
einkum eru tengdar síðustu dögum í lífi Jesú, svo og mynd af heilögum Kristófer,
dýrlingi vegfarenda.
Á austurvegg kórs sést skjaldarmerki Krists með gegnumstungnum fótum og
höndum og hjarta. Þar var einnig samkvæmt heimildum í byrjun 18. aldar skjald-
armerki Jakobs Ulfssonar, sem var erkibiskup í Uppsala undir lok 15. aldar og
fram til 1514. Þá segir í heimildum, að mynd af þrenningunni hafi verið fyrir aft-
an altarið.16 Sú mynd hefur ekki fundizt, en slík mynd blasir við í hvelfingu fyrir
ofan altarið. Merki Jakobs Úlfssonar gefur vísbendingu um aldur kalkmyndanna
í kór. Stíll myndanna styður einnig þessa tímasetningu.171 kirkjutumi eru tvær
klukkur. Eldri klukkan var fyrst mótuð 1515 og bar á latínu áletrun Gustafs
Trolle, erkibiskups 1515-17, 20-21, að hún hafi verið steypt til heiðurs Heilagri
þrenningu, jómfrú Maríu, hinum heilögu píslavottum, Ólafi, Kristófer og öllum
dýrlingum. Þegar þessi áletrun er borin saman við efni kalkmyndanna liggur
nærri að álykt, að þær og áletranirnar endurspegli, hverjum kirkjan er helguð, en
samkvæmt áðurgreindum heimildum var kirkjan við vígslu helguð Heilagri
þrenningu.18
Ástand kalkmyndanna ber merki aldurs síns og sögu kirkjuhússins. Með tím-
anum eiga sér efnabreytingar stað í litarefnum kalkmálverka. Þetta sést, þegar
skoðaðar eru upphaflegu myndirnar og myndbrotin (Mynd 3). Rauði liturinn er t.
d. orðinn sótsvartur, blái liturinn hefur fölnað, en gulur litur og puipuralitur hafa
nánast horfið.19 Hreinsuðu myndirnar og myndbrotin á veggjum eru ótvíræðar
15 Sundquist, 12-15.
16 Sundquist, 16 og 18. Heimildin er J. Peringskiöld, Monumenta Ullerakerenciœ. Stockholm
1719.
17 Sundquist, 18.
18 Sundquist, 18 og 30. Samkvæmt Peringskiöld er kirkjan helguð þrenningunni.
19 B. I. Kilström, Harkeberga kyrka. I Sveriges kyrkor. Uppland 9:1. Bengt Söderberg, Svenska
kyrkomálningarfrán medeltiden. Stockholm: Naturoch kultur 1951. Bls. x.
110