Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 115
Kalkmyndir í „Danmarks kyrka“ í Upplandi íSvíþjóð og Biblia pauperum
Mynd 4. 5. Opna í Cod. 1198, Fol. 6v og 7r. Staatsbibliothek, Wien.
handritin eru flokkuð í þrjár aðalfjölskyldur, sem kenndar eru við Austurríki,
Bayern og Weimar.30
Sameiginlegt sérkenni elztu handrita gagnvart öðrum týpológiskum ritum
miðalda er, að ritið er fyrst og fremst myndabók, ennfremur að það hefst á bak-
síðu fyrstu síðu, með öðrum orðum á opnu með með 4 myndum (antitypus) nær
eingöngu úr frásögu guðspjallanna af Jesú Kristi, tvær á hvorri síðu (Mynd 4), en
með hverri mynd eru tvær hliðstæður eða fyrirmyndir (typus) úr Gamla testa-
mentinu, oftast önnur fyrir lögmálið, en hin eftir lögmálið. Myndirnar úr lífi Jesú
tjá tíma náðarinnar. Myndimar úr Gamla testamentinu eiga með mismunandi
hætti að varpa ljósi á þátt eða þætti í lífi Jesú og birta merkingu þeirra. Hliðstæð-
an getur verið formlegs eðlis eða innihaldslegs eðlis. Hefðbundin táknræn merk-
ing skiptir miklu máli í þessu sambandi.
Þessar myndir eiga sér langan aðdraganda í týpologískri skreytilist miðalda,
sumt á sér jafnvel rætur í fornkirkjunni, en hér eru þær settar í samfellda heild.
Fyrirmyndimar vísa til framtíðar atburða og eru jafnframt skoðaðar sem staðfest-
ing. Þá felst oft dýpri merking frásagnarlegs og siðferðilegs eðlis í þeim.31 Hverri
samfellu þriggja mynda fylgja fjórar myndir af spámönnum.
30 Schmidt 1959, 5.
31 Comell 1925, XI-XIII.
113