Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 116
Krístján Búason
Texti á latínu umlykur myndirnar. Hann er samsettur úr þremur þáttum. Mik-
ilvægasti textinn er skýringartexti á latínu (lectio) með hvorri fyrirmyndinni úr
Gamla testamentinu fyrir sig. Þetta eru endursagnir viðkomandi biblíutexta
ásamt týpologískum skýringum. í þýzku þýðingunum eru textarnir oft nánar út-
færðir og þar vantar stundum yfirskriftirnar.
Þá eru með hverri hinna þriggja mynda eins konar yfirskrift (titulus) á „leon-
inskum hexameter.“ Orð spámanna eru skráð á textaböndum, sem þeir bera.32
I þýzku þýðingunum eru textamir oft nánar útfærðir og þar vantar stundum
yfirskriftirnar.
Skýringartextarnir eru ýmist teknir beint úr Gamla testamentinu eða guð-
spjallabókum.33
Latneski textinn sýnir, að stuttu yfirskriftirnar eiga sumar uppruna sinn í eldri
áletrunum á steinfellum (mosaik) og veggmyndum, en í öðrum tilfellum eru
flestar yfirskriftimar samdar fyrir myndirnar og þær sýna frávik allt eftir handrit-
um. Þetta gæti bent til þess, að þessar yfirskriftir hafi ekki verið fullfrágengnar í
frumriti. 16 þeirra undirstrika áherzlu fyrirmyndar, aðrar lýsa aðeins myndinni,
en sums staðar vantar yfirskrift.34
Orð á textaböndum spámannanna eiga óbeint uppruna sinn í líturgískum text-
um sem og textum með eldri myndum af spámönnum, sem fylgdu myndum af at-
burðum í Nýja testamentinu, og málaðar voru á þeim tíma, þegar ritið Biblia
Pauperum var teiknað. Þessa þætti vantar víða í yngri handritum og hefur senni-
lega ekki verið lokið í frumriti35. í fomkirkjunni birtast spámenn sem mikilvægar
persónur við hlið persóna Nýja testamentisins.36
Myndabókin Biblia Paupemm, þar sem mynd og texti fylgjast að og heildir em
skapaðar, hefur í þróaðri myndskipan sinni verið talið mynda hápunkt í týpolog-
ískri notkun mynda á miðöldum. Samtímis skoða menn ritið á mörkum tveggja
meginstefna í týpologískri myndnotkun. Ritið stendur föstum rótum í úthugsuðu
kerfi týpologískrar útfærslu skólaspeki 12. aldar, sem þjónaði einkum skreytingu
kirkna og lýkur um miðja 13. öld, en samtímis sýnir ritið þætti, sem vitna um
uppbyggjandi og fræðandi hlutverk þess. Sá þáttur vísar fram til 14. og 15. aldar.
I bókarformi sínu og með túlkandi texta sínum hlaut ritið útbreiðslu og varð for-
senda týpologískrar ræðugerðar 14. aldar. Á þessum tíma varð það fyrirmynd
myndskreytinga í kirkjulist. I uppbyggjandi og fræðandi útfærslu sinni féll ritið
að dulhyggjunni, öðru nafni mýstikinni, og trúrækni einstaklingsins á síðmiðöld-
32 Comell 1925,2.
33 Cornell 1925,7-15.
34 Schmidt 1959, 83nn.
35 Schmidt 1959, 83.
36 Cornell 1925, 54n.
114