Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Blaðsíða 117
Kalkmyndir í „Danmarks kyrka“ í Upplandi í Svíþjóð og Bibiia pauperum
um. Annars vegar blasir við andaktsmyndin með hnitmiðaðri framsetningu sinni
og orðum og hins vegar breiðri frásögn í myndskeiðum. Hvort tveggja tjáði sýn
og afstöðu listamannsins, sem gerði skoðandann hluttakandi með sér.37
Mýstikin hafði áhrif á útbreiðslu týpologíunnar. í mýstíkinni fær eftirfylgdin
miðlæga stöðu. Atvik í lífi Jesú Krists verða miðlæg, verða fyrirmyndir að atferli
kristins einstaklings. Menn finna samsömun við atvik í lífi Jesú Krists, einkum í
þjáningunni. Myndirnar voru skuggar þess, sem koma skyldi, en gegndu einmitt
sem slíkar hlutverki spásagnar, sönnunar og frásagnar.38
í elztu handritum er ritið án titils, og í yngri handritum er það stundum svo eða
nefnt „speculum salvatoris“ (spegill frelsarans) eða því lýst, en oftast er notað
um það orðið „concordancia“ (flt.: samsvaranir). Nafnið Biblia Pauperum er rak-
ið til athugasemdar frá 15. öld á pergamenthandriti, sem kennt er við Wolfen-
buttel og er frá síðarihluta 14. aldar.39 Þar stendur „Hic incipitur bibelia
pauperum “ (Hér hefst biblía fátækra).40 Þetta handrit var fyrsta handritið af þessu
riti, sem kynnt var í fræðilegu samhengi árið 1769.4'
Rætur týpologískrar útleggingar í Biblíunni
Hin týpologíska útlegging kristninnar á sér rætur í Nýja testamentinu.42 Það hefur
verið bent á, að trú ísraelsmanna var trú spámanna og að tilvísun til spádóma er
algeng í Nýja testamentinu. í þessu sambandi má vísa til orða hins upprisna í
Lúk. 24. 26n: „Átti ekki Kristur að líða þetta og ganga svo inn í dýrð sína. Og
hann byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim það, sem um
hann er í öllum ritningunum."
37 Schmidt 1959, lOOn.
38 Comell 1925, 314n.
39 Herzog-August-Bibliotek Wolfenbiittel, cod. 5.2. Aug. 4:to = Wolf II. Sjá Schmidt 1959, 41.
40 Comell 1925, 97 og Schmidt 1959, 41.
41 Það gerði fræðimaðurinn C. H. v. Heinecken í Nachrichten von Kiinstlern und Kunstsachen, II,
117-156, einkum 153. Hér er stuðzt við Schmidt 1959, 117, aths. 2. Pappírshandrit frá 1398 á
latínu og án mynda frá Augustiner Chorherrenstift St. Pankraz í Ranshofen, sem varðveitt er í
Bayerische Staatsbibliotek í Miinchen, cod. lat. 12717, fol. 142r-147r, hefur í upphafi svo-
hljóðandi athugasemd „Hoch exerptum in suo originali dictum est biblia pauperum in quo
plures historie continentur." I niðurlagi þessa handrits stendur þessi athugasemd: „Explicit
byblia pauperum anno domini 1398 in die Sancti Benedicti vel feria quinta qua comitur in
ecclesia dei letetur cor querencium deo gratias. “ Þetta sýnir, að nafnið Biblia Pauperum er
þegar á 14. öld notað um ritið. Hér eftir Schmidt 1959, 119 og 49.
42 Hana má einnig finna í Gamla testamentinu, einkum hjá spámönnnunum, þar sem för ísraels
út úr Egyptalandi til fyrirheitna landsins er fyrirmynd stærri endanlegra verka Guðs á komandi
tímum. Sjá F. Hesse, Typologie I. Im AT. I Die Religion in Geschichte und Gegenwart VI.
Túbingen: J. C. B. Mohr (Paul Siebeck) 1962. Dálk. 1094n.
115