Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Blaðsíða 118
Kristján Búason
En týpología er ekki beinn spádómur, heldur liggur áherzlan á tiltekinni sam-
svörun.43 Dæmi um þetta er tilvísun Jesú samkvæmt Matt. 12. 40 til ritsins um
Jónas spámann: „Jónas var í kviði stórhvelsins þrjá daga og þrjár nætur, og eins
mun Mannssonurinn vera þrjá daga og þrjár nætur í skauti jarðar.“
I Jóh. 3. 14n segir Jesús: „Og eins og Móses hóf upp höggorminn í eyðimörk-
inni á Mannssonurinn að verða upphafinn, svo að hver sem trúir hafi eilíft líf í
honum.“
í sama guðspjalli segir í 6. 30nn frá samtali Jesú við fólkið í framhaldi af
mettun 5000 manna með fimm brauðum og tveim fiskum: „Feður vorir átu
manna í eyðimörkinni eins og ritað er: „Brauð af himni gaf hann þeim að eta.“
Jesús sagði við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Móses gaf yður ekki brauð
af himni, heldur gefur faðir minn yður hið sanna brauð. Brauð Guðs er sá, sem
stígur niður af himni og gefur heiminum líf.“ Þá sögðu þeir við hann: „Herra, gef
oss ætíð þetta brauð.“ Jesús sagði þeim: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki
hungra, sem til mín kemur og þann ekki þyrsta, sem á mig trúir.““
I 1. Kor. 15. 22,45-49, líkir Páll postuli Jesú við Adam. Hann segir: „Því að
eins og allir deyja fyrir samband sitt við Adam, svo munu allir lífgaðir verða fyrir
samfélag sitt við Krist."44
Týpología er víðar notuð í Nýja testamentinu en í þeim dæmum, sem hér hafa
verið rakin. í upphafi Markúsarguðspjalls, elzta guðspjallsins, notar guðspjalla-
maðurinn týpologíu, þegar hann framsetur upphaf fagnaðarerindisins í boðun og
starfi Jóhannesar sem nýja brottför úr áþján með tilvísun til texta frá brottförinni
úr þrælahúsinu í Egyptalandi og heimför úr herleiðingunni til Babýlon. Hann
líkir þar Jóhannesi skírara við fagnaðarboðann í Jesaja 40, sem boðar lausnina.
Þessi framsetning hvílir í þeirri skoðun, að hinn nýi hjálpræðistími eigi samsvör-
un í hinum gamla, en hann sé aðeins stórkostlegri.
í Matteusarguðspjalli fer Jesús, „sonur Guðs,“ eins og ísrael forðum til
Egyptalands, og eins og Isarael fór um hafið og eyðimörkina til fyrirheitna lands-
ins fór Jesús sem fulltrúi hins sanna lýðs Guðs um vatn Jórdanár í skíminni og
síðan um eyðimörk freistinganna til hins fyrirheitna ríkis Guðs.
1 1. Kor. 10. 1-11 sér Páll postuli samsvörun milli ísraels í eyðimörkinni og
kristinna í hans samtíð. Skím og kvöldmáltíð eru fyrirmynduð í förinni yfir
Rauðahafið og undursamlegu brauði og vatni í eyðimörkinni. Þar segir postul-
inn: „Ég vil ekki, bræður, að yður skuli vera ókunnugt um það, að feður vorir
voru allir undir skýinu og fóru allir yfir um hafið. Allir voru skírðir til Móse í
43 Sjá grundvallarverk eftir L. Goppelt, Typos (BFChTh II, 43) 1939. H. Nakagawa, Typologie.
II. Im NT. I Die Religion in Geschichte und Gegenwart VI. Tiibingen: J. C. B. Mohr (Paul
Siebeck) 1962. Dálk. 1095.
44 Sjá ennfremur Róm. 5.14.
116