Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 119
Kalkmyndir í „Danmarks kyrka“ í Upplandi í Svíþjóð og Biblia pauperum
skýinu og hafinu. Allir neyttu hinnar sömu andlegu fæðu og drukku allir hinn
sama andlega drykk. Þeir drukku af hinum andlega kletti, sem fylgdi þeim. Klett-
urinn var Kristur.“
Origenes (185-245) og Ágústínus (354-430) höfðu áhrif á þróun týpologískr-
ar útleggingar í kirkjunni.45 Ágústínusi er eignuð hin þekkta setning: „Novum
testamentum in Vetere latet, Vetus in Novo patet (Nýja testamentið hvílir í hinu
Gamla, hið Gamla birtist í hinu Nýja).“46 Hann varaði menn við að ganga of langt
í því að draga fram hliðstæður, þar sem tengsl vildu vera handahófskennd.
Samtímis þessari þróun verður að hafa í huga, að myndrænar lýsingar Gamla
testamentisins voru snemma túlkaðar táknrænt, urðu að táknum.47 f Katakomp-
unum í Róm og á líkkistum gefur t. d. að líta myndir af Jónasi í hvalnum og Dan-
íel í ljónagryfjunni, sem þar eru tákn um upprisu Jesú og lausn frá dauða.
Týpologían þróaðist frekar á karolínska tímanum í Frakklandi. Lítið nýtt var
lagt til á 8.-10. öld, en aukin notkun birtis á 11. öld í Þýzkalandi og á 12. öld í
Frakklandi og Englandi.48
Efni og rím mynda í Biblia Pauperum
En víkjum aftur að Biblia Pauperum. Handritin sýna, að ritið nær upphaflega yfir
8 opnur, alls 32 myndir, fyrst og fremst úr efni guðspjallanna ásamt tilheyrandi
fyrirmyndum úr Gamla testamentinu. Fyrsta myndin er af boðun Maríu og hins
síðasta af himnaför Krists. Snemma hefur stök síða bætzt aftast aftan á síðasta
blað með sams konar útfærslu á myndum af úthellingu Andans og krýningu
Maríu, samtals 34 myndir auk hliðstæðra fyrirmynda og mynda af spámönnum.49
Einn undirflokkur austurrísku handritanna, sem kenndur er við Kremsmúnst-
er sýnir 36 aðalmyndir, þar sem enn er bætt við mynd af heimsslitum og efsta
dómi, en þessi handrit byrja á fyrri síðu blaðs.50
Þegar hugað er að skipan efnis í elztu handritum, sem kennd eru við undir-
flokk St. Florian og talin eru varðveita upprunalega gerð, má greina skiptingu
ritsins í fjóra meginþætti, þar sem hver þáttur nær yfir tvær opnur.
45 E. Fascher, Typologie II. Auslegungsgeschichte. I Die Religion in Geschichte und Gegenwart
VI. Tiibingen: J. C. B. Mohr (Paul Siebeck) 1962. Dálk. 1095-98.
46 Avril Henry, Biblia Pauperum. A Facsimile and Edition. Aldershof: Scholar Press 1987. Bls.
40, aths. 33, vísar til setningarinnar: „ In Vetere Novum lateat, er in Novo Vetus pateat."
Patrologia Latina XXXIV, 625. Myndir úr tréþrykki eru hér teknar eftir útgáfu Avril Henry’s.
47 í Bamabasarbréfi, sem er frá 2. öld, segir í 7.3: „Drottinn ætlaði vegna synda vorra að bera
fram skál andans sem fórn, til þess að fyrirmyndin (typos) fullkomnaðist, sem gefin er í Isak,
er borinn var fram á fórnaraltarið.“ Sjá K. Lake, The Apostolic Fathers I. London: William
Heinemann Ltd. Bls. 324.
48 Comell 1925,120nn.
49 Schmidt 1959, 7 og 79nn.
50 Schmidt 1959, 19.
117