Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Blaðsíða 120
Kristján Búason
I. þáttur sýnir holdtekjuna og bernsku Jesú.
a. Fyrri opna sýnir: Boðun Maríu, Fæðingu Jesú, Tilbeiðslu vitringanna, Jes-
úm borinn í musterið
b. Síðari opna sýnir: Flóttann til Egyptalands, Hjáguðum steypt, Bamamorðin í
Betlehem, Heimförina.
II. þáttur sýnir undirbúning starfs Jesú og opinberun í starfí.
a. Fyrri opna sýnir: Skírn Jesú, Freistingu Jesú, Ummyndun Jesú, Jesúm í húsi
Símonar farisea.
b. Síðari opna sýnir: Lazarus vakinn frá dauðum, Innreið Jesú, Víxlara í must-
erinu, Kvöldmáltíðina.
III. þáttur sýnir svik gagnvart Jesú og þjáningu hans.
a. Fyrri opna sýnir: Samsæri gegn Jesú, Framsal Jesú, Koss Júdasar, Jesúm
fyrir Pílatusi.
b. Síðari opna sýnir: Þyrnikórónu Jesú, Krossburð Jesú, Krossfestingu Jesú,
Síðusár Jesú.
IV. þáttur sýnir dvöl Jesú í helju og upprisu ásamt birtingu og upphafningu.
a. Fyrri opna sýnir: Jesúm í fordyrum heljar, Greftrun Jesú, Upprisu Jesú, Leit
Maríu.
b. Síðari opna sýnir: Jesúm birtas Maríu Magdalenu, Jesúm birtast Lærisvein-
um, Jesúm birtast Tómasi, Uppstigningu.
Þessi fjórskipting er sérkenni Biblia Pauperum gagnvart öðrum týpologískum
verkum miðalda51 eins og áður var sagt, og hún rennir stoðum undir þá skoðun,
að ritið hafi sem myndabók átt með uppsetningu myndanna að þjóna trúarlegri
íhugun og tilbeiðslu þess, sem virti fyrir sér opnuna og dvaldi við tengsl mynd-
anna. Þetta eðli myndanna svo og sú staðreynd, að skýringartextinn er upphaf-
lega á latínu, bendir til þess, að ritið sé ætlað prestum, sem báru ábyrgð á söfnuði
og fengust við fræðslu.52
Hér er ekki rúm til að athuga nánar, hvers eðlis tengslin eru milli aðalmyndar og
fyrirmynda í Biblia Pauperum, en aðeins getið meginflokka. í þessu sambandi er
gjarnan notað hugtakið rím.
Algengasta tegund ríms er svokallað „rím kringumstæðna“, þar sem um
líkar aðstæður er að ræða eða að eitthvað er líkt með viðkomandi persónum. í
51 Schmidt 1959, 80n
52 Schmidt 1959, 86n. Schmith - Weckwerth, 279, telur sennilegt, að Biblia Pauperum, sem
undirstrikar samhengi Gamla og Nýja testametnisins, hafi orðið til sem andsvar við nýrri
hreyftngu manikea í Suður-Þýzkalandi, en áhangendur hennar nefndust „katharar," og
höfnuðu þeir rómversk-kaþólsku kirkjunni og gildi Gamla testamentisins. Er talið, að ritið
hafi verið tæki í höndum munka, sem unnu gegn villukennendum.
118