Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 125
Kalkmyndir í „Danmarks kyrka“ í Upplandi í Svíþjóð og Biblia pauperum
Eitt einkenni Albertus Pictors er, að hann slær oft sundur samfellur og skapar
myndskeið frásögu og ýtir guðfræðilegri túlkun til hliðar samtímis því, að hann
varðveitir hið táknræna.63 Þetta hefur sumpart verið rakið til þess, að kirkjuhús
þau, sem hann skreytti, buðu ekki upp á stóra fleti. Hann setur gjarnan atvik úr
lífi Krists á veggi, en málar samsvarandi fyrirmyndir í hvelfingar.64 Kristur sem
maður þjáninganna er áherzluatriði hjá Albertus Pictor. Myndimar tjá tiltal Guðs
og tilbeiðslu kirkjunnar. María móðir Jesú er vottur þjáninga hans og aðstoðar í
hjálpræðisverkinu. Kristur leiðir hana að lokum til hásætis með sér.65
Samanburður kalkmálninganna í kirkjunni í Danmark og
Biblia Pauperum
í kirkjunni í Danmark er að finna ýmis einkenni Albertus Pictor. Kerfínu í Biblia
Paupemm er að hluta sundrað. Viss áherzla liggur á myndskeiðum eða sögulegri
framvindu.
Eins og áður var bent á, eru á norðurvegg framan við kór myndir úr bemsku
Jesú, sömuleiðis em á norðurvegg kórsin myndir af framvindu píslarsögunnar og
upprisu Jesú. Á þessum vegg telja menn sig hafa séð eftirtalin atvik píslarsög-
unnar:
1. Getsemane, 2. Koss Júdasar, 3. Jesús frammi fyrir Kaífasi, 4. Jesús frammi
fyrir Pílatusi, 5. Jesús hæddur (?), 6. Húðstrýkingin, 7. Þymikórónan, 8. Ecce
Homo, 9. Krossburðurinn, 10. Krossfestingin, 11. Jesús lagður í gröf, 12. Upp-
risan, 13. Brot ógreinanlegt. Hér skal einkum vakin athygli á myndinni af kross-
burði og krossfestingu (Mynd 3), en að henni verður vikið hér síðar í tengslum
við fórn Isaks, þar sem Isak er í myndskeiði sýndur bera fómarviðinn.
í hvelfingu yfir suðurvegg kórs eru tvö myndskeið. I efra myndskeiðinu með
Jónasi er í sömu mynd felld saman atvik, þegar Jónasi er kastað í gin hvalsins
frammi við stefni bátsins og þegar hvalurinn aftan við skut bátsins spýtir Jónasi
á land, en þessi em tákn um greftmn og upprisu Jesú Krists. Sama máli gegnir
um neðra myndskeiðið með Jósef og bræðrum hans, þar sem sýnt er, þegar Jósef
kemur gangandi með nesti, samsæri bræðranna, honum kastað í brunn, tákn um
greftmn Krists og síðan sýnt þegar hann er seldur Ísmaelítum, og bræðurnir sýna
föðurnum blóðuga skikkju hans. Myndbandið yfir sölu Jósefs túlkar myndina.
Þar stendur á latínu: te signans christe juvenis vendatus iste, sem á íslenzu
þýðir: „Kristur, þessi seldi drengur táknar þig.“
Hér á eftir verða teknar til nánari umfjöllunar myndir í kórhvelfingu yfir altari í
63 Comell - Wallin, 10.
64 Kilström, 108n.
65 Comell - Wallin, 52-54. Sjá enn fremur Erik Lundberg, Albertus Pictor. Stockholm 1961.
123