Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Qupperneq 129
Kalkmyndir í „Danmarks kyrka“ í Upplandi íSvíþjóð og Biblia pauperum
Myndirnar af þrem englunum með píslartækin, þrjá nagla, þyrnikórónu og
spjót, eru efst í hvelfingunni og undirstrika þjáningu frelsarans.
Hér fer á eftir tilraun til þess að varpa nánar ljósi á týpologíska túlkun nokkurra
áðumefndra mynda í Danmarkskirkju með því að bera myndirnar saman við eitt
elzta varðveitta tréþrykkið, sem er 40 síðna útgáfa og varðveizt hefur í Dresden.
Þetta tréþrykk vantar aðeins síðustu síðuna. Þetta rit hefur verið talið afrit af
fyrsta tréþrykkinu66 og vera frá því um 1465.67 Fyrirmyndir að myndum í tré-
þrykkinu hafa menn nýlega fundið í verkum nokkurra listamanna í Utrecht.68
Latnesku textarnir, sem fylgja myndunum í þessari útgáfu eru vel læsilegir og
sýna hvemig myndirnar voru túlkaðar.
a) Hinn krossfesti.
Myndin af krossfestingunni á norðurvegg kórsins í Danmarkskirkju sýnir, þrátt
fyrir að hún er illa farin, Jesúm Krist hangandi á krossinum. A vinstri hönd hins
krossfesta stendur fremst í þyrpingu maður í kufli með staf í vinstri hendi, en
með hægri hendi bendir hann á hinn krossfesta. A hægri hönd hins krossfesta er
María móðir Jesú og lítur undan, en að baki hennar em sýndar tvær persónur með
geislabaug, sennilega María Magdalena og Jóhannes postuli. Engin yfirskrift á
textabandi er á þessari mynd frekar en á öðmm myndum af píslasögunni.
Krossfestingin í Biblia Pauperum (Mynd 7).
Aðalmyndin sýnir Jesúm hangandi látinn á krossinum. Hann er sýndur með
síðusárið. Yfirskriftin INRI (Jesús frá Nazaret, konungur Gyðinga) er yfir höfði
hans. Hundraðshöfðinginn, sem sagði samkvæmt Mark. 15.39: „Sannarlega var
þessi maður sonur Guðs,“ stendur fremstur við vinstrihlið Jesú og bendir á Jesúm
með hægri hendi sinni, um leið og hann lítur undan. Þetta leiðir hugann að text-
anum um hinn líðandi þjón í Jes. 53.2n, „Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo
að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann. Hann var fyrir-
litinn og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnur þjáningum, líkur
manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis...“
Á hægri hönd Jesú stendur móðir hans María og lítur undan eins og örmagna,
en Jóhannes og María Magdalena beina sjónum sínum til hans. Yfirskriftin er á
latínu:
Versus : Eruit a tristi: baratro : nos passio christi
(Vers: Þjáning Krists dregur oss frá hinu dapurlega hyldýpi).
66 Henry, 22
67 Henry, 30, sem vísar til rannsókna á vatnsmerki í pappír ritsins.
68 Henry, 33.
127