Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Qupperneq 130
Kristján Búason
Fyrirmyndin af eirorminum í Danmarkskirkju (Mynd 8) sýnir eirorminn á stöng
norðan við og næst myndinni af Kristi á krossinum. Þar næst stendur Móses með
horn á höfði69, en við hlið hans stendur Aron með stafinn og bendir á eirorminn
með hægri hendi. Fyrir framan þá liggja ormbitnir menn á jörðinni meðal orma,
en gegnt þeim eru þrír biðjandi menn, tveir þeirra krjúpa, en einn stendur, og þeir
horfa á eirorminn.
Yfirskriftin er á latínu á textabandi:
Lesi curantur serpentem dum speculantur
(Hinir særðu læknast, er þeir horfa á orminn).
Fyrirmyndin í tréþrykkinu (Mynd 7) sýnir eirorminn á stöng næst aðalmynd af
hinum krossfesta. Fjær fer Móses fyrir ísraelsmönnum og bendir á eirorminn
með hægri hendi sinni. I vinstri hendi heldur hann á staf sínum. Á jörðinni fyrir
framan hann veltast bitnir menn umvafðir af ormum.
Tréþrykkið sýnir sömu yfirskrift og myndin í Danmarkskirkju.
Skýringartextinn er á latínu:
Legitur in libro numeri xxi capitulo quod cum dominus vellet populum
quem serpentes momorderant de serpentibus liberare : praecepit moysi vt
faceret serpentem eneum et eum in ligno suspenderet vt quicumque illum
inspiceret : de serpentibus liberaretur serpens suspensus intuitusque a
populo cristum in cruce significat qucm intu[ere] debet omnis fidelfis] qui a
serpente id est dyabolo vult liberari.
(14. Mós. 21. kafla gefur að lesa það, sem Drottinn bauð Móse, þegar hann vildi
frelsa fólkið, frá ormunum, sem höfðu bitið það, að hann gerði koparorm og hengdi
hann á tré til þess að sérhver sá, sem liti á hann, frelsaðist frá ormunum. Högg-
ormurinn, sem hangir og litinn er aflýðnum, táknar Krist á krossinum, sem sérhver
trúaður, sem vill frelsastfrá höggorminum, það er djöflinum, á að horfa a).70
Þessi samanburður á myndunum af eirorminum í Danmarkskirkju og í tré-
þrykkinu, sýnir mun í útfærslunni, þar sem myndin í kirkjunni sýnir fólk, sem
beinir sjónum í tilbeiðslu til eirormsins og er að rísa á fætur.
Fyrirmyndin með fórn Isaks sunnan við þrenninguna í Danmarkskirkju (Mynd 8)
sýnir Abraham bregða sverði sínu til höggs til að fóma syni sínum ísaki, sem
69 í 2. Mós. 34. 29 er í hebreksa textanum orð skrifað með þrem samhljóðum qrn. Ef það er lesið
qeren, merkir það horn og þannig var það lesið í latnesku þýðingunni Vulgata, en eðlilegast er
að lesa það sem sögnina qaran, skein (ljós auglits hans).
70 Við lestur latneska textans í tréþrykkinu og þýðingu hans á íslenzku var til hliðsjónar stuðzt við
lestur og þýðingu Henry’s.
128