Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 131
Kalkmyndir í„Danmarks kyrka“ í Upplandi íSvíþjóð og Bibliapauperum
kxýpur með bundið fyrir augun á altarinu og í bænarstellingu. Engill grípur um
handlegg Abrahams jafnframt því, að hann og Abraham beina sjónum sínum að
hrútnum fyrir aftan Abraham. Að baki Abrahams er sýnt fyrra atvik í mynd-
skeiðinu, þar sem ísak ber viðinn til fórnarinnar og skírskotar sú mynd til kross-
burðarins eins og áður var bent á. Yfirskrift myndarinnar er á latínu á textabandi:
Signantem Christum puerum pater immolat istum (Faðirinn fórnar þess-
um dreng, sem táknar Krist).
Fyrirmyndin í tréþtykkinu (Mynd 7) sýnir Abraham bregða sverði sínu á loft til
að fóma syni sínum ísaki, sem krýpur í bænarstellingu á altarinu, jafnframt grípur
engill um handlegg hans og hindrar hann, um leið og hann bendir á lambshrút,
sem stendur fremst við slíðrið og viðarknippið. Abraham lítur á engilinn.
Yfirskriftin í tréþrykkinu er hin sama og í Danmarkskirkju.
Versus Signantem Christum : puerum pater immolat istum (Vers: Faðir-
inn fórnar þessum dreng, sem táknar Krist).
Myndirnar eru snarlíkar í útfærslu.
Skýringartextinn ofanvið er á latínu:
Legitur in genesi xxij capitulo cum Abraham gladium extendisset vt
filium immolaret angelus domini ipsum de celo prohibuit: dicens ne extend-
as manum tuam super puerum Abraham patrem celestem signiflcat qui
filium suum scilicet cristum pro nobis omnibus in cruce immolauit vt per
hoc innueret signum amoris paterni.
(Lesa má í l.Mós. 21. kafla, þegar Abraham hafði brugðið sverði til þess að
fóma syni sínum. Engill Drottins af himni hindraði hann, um leið og hann sagði,
„Leggðu ekki hönd þína á drenginn.“ Abraham táknar hinn himneska föður, sem
fórnaði syni sínum, það er Kristi, á krossifyrir oss öll til þess að gefa til kynna
föðurlegan kœrleika sinn).
Þegar hugað er að vitnisburði spámannanna sést, að sá, sem er til vinstri að ofan
ber textaband með orðunum: Dauid: Foderunt manus meas et pedes meos
(Davíðssálm. 22: „...hendur mínar og fætur hafa þeir gegnumstungið“).
Sá, sem er til vinstri að ofan ber textaband með orðunum: ysaias liij Oblatus
est quia ipse voluit & peccata nostra ipse portavit (Jesaja 53: Honum er fórn-
að, af því að hann vildi það sjálfur og hann bar sjálfur syndir vorar).71
Spámaðurinn til vinstri að neðan ber textaborða með orðunum: Job xl Num-
71 Fymhlutinn er samkvæmt texta Vulgata, v.7, en síðari hlutinn er endursögn, sbr v. 11-12.
129