Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 134
Kristján Búason
vinstri handar bendir hann á augu sín. Hér liggur að baki helgisögnin um her-
manninn Longinus, sem af blóðinu, sem rann úr síðu Jesú niður spjót hans, lækn-
aðist af sjúkleika í augum. Að baki hans stendur maður og bendir á Jesúm, en
þungbrýnn hermaður lítur undan.
Yfirskrift myndarinnar er á latínu:
Versus De cristo munda : cum sanguine profluit vnda
(Vers: Úr Kristi rennur fram vatn ásamt blóði).
Fyrirmyndin í tréþrykkinu sýnir Móses fara fyrir ísraelsmönnum og slá vatn úr
kletti, sem rennur fram og Móses Iyftir hendi yfir.
Yfirskrift myndarinn er á latínu:
Versus Est sacramentum : cristi dans petra fluentem
(Vers: Kletturinn, sem gefur rennandi vatn, er sakramenti Krists).
Skýringatextinn við myndina er á latínu:
Legitur in exodo xvij capitulo quod cum moyses populum per desertum
transduxisset defíciente illis aqua prae aquae penuria moyses cum virga
quam in manu tenebat silicem percuciebat et exierunt aquae largissimae
velud de abisso unulta silex siue lapis christum signifícat qui nobis aquas
salutares scilicet sacramenta de suo latere effudit cum illud lancjcja militis
in cruce aperiri permisit.
(12. Mós. 17. kafla gefur að lesa, þegar Móses hafði leitt lýðinn gegnum eyði-
mörkina og hann skorti vatn. Vegna vatnsskortsins sló Móses klettinn með stafn-
um, sem hann hafði í hendi sinni og út runnu miklir straumar eins og úr óstöðv-
andi djúpi. Kletturinn eða steinninn táknar Krist, sem oss til handa úthellir úr
síðu sinni vatnsstraumum hjálprœðisins, það er að segja sakramentum, þegar
hann á krossinum leyfði þeim að birtast með spjóti hermannsins).
Hér er annars vegar lögð áherzla á formlega hliðstæðu milli athafna og hins
vegar er gefin mjög skýr tilvísun til altarissakramentisins, sem aldrei þrýtur og
nærir líf safnaðarins, er söfnuðurinn neytir þess. Samlíking klettsins og Krists á
sér uppruna hjá Páli postula 1. Kor. 10. 3-4 eins og áður var rakið. Samlíkingin
birtist í katakompunum í Róm og í týpologíu á 12.öld.76 í textanum er notuð fleir-
tala, „sakramenta," sem sýnir að vísað er líka til skírnarinnar.“77
Spámennirnir í tréþrykkinu votta eftirfarandi.
Sá, sem er vinstramegin að ofan ber textaband á latínu:
Dauid : Super dolorem uulnerum meorum addiderunt
(Davíðssálm. 69: Þeir hafa aukið á kvöl sára minna).78
76 Henry, 142, aths. 19.
77 Fyrirmyndina af sköpun Evu úr síðu Adams er ekki að finna í Danmarkskirkju.
78 Vulgata Ps. 68. 27.
132