Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Qupperneq 135
Kalkmyndir í „Danmarks kyrka“ í Upplandi íSvíþjóð og Biblia pauperum
Sá, sem er hægramegin að ofan ber textaband á latínu:
Sacharias xiij Qui[d] sunt plage iste in medio manuum tuarum
(Sakaria 13: Hví eru þessi sár í miðju handa þinna).79
Spámaðurinn til vinstri að neðan ber textaband á latínu:
Trenorum primo : O vos omnes qui transitis per viam attendite et videte
(Harmaljóðin 1: Allir þér, sem farið veginn, veitið athygli og sjáið).80
Spámaðurinn til hægri að neðan heldur á textabandi á latínu:
Amos viij In die illa occidet sol & radios suos abscondet
(Amos 8: Á þeim degi mun sólin sökkva og hylja geisla sína).81
Orð spámannanna beinast að þjáningu Krists og myrkvun veraldar eins og frá
því er skýrt í Nýja testamentinu.
Skírskotunin til altarissakramentisins er mjög skýr í fyrirmyndinni í Danmarks-
kirkju af klettinum, sem Móses lær vatnið úr, eins og í tréþrykkinu, og það skýrir
jafnframt staðsetninguna í Danmarkskirkju sunnan við aðalmyndina af kvöld-
máltíðinni, en textabandið í Danmarkskirkju svo og fleirtalan „sacramenta“ í tré-
þrykkinu vísa jafnframt til skírnarinnar.
c)Kvöldmáltíðin.
Aðalmyndin í Danmarkskirkju af kvöldmáltíðinni er fyrir miðju yfir altarinu eins
og áður var greint frá (Mynd 8). Myndin sýnir Jesúm í hópi fjögurra lærisveina bak
við borð. Á borðinu eru tveir diskar. Á öðrum diskinum liggja að því er virðist tveir
smáfiskar (?). Á hinum diskinum liggja tveir brauðmolar, að því er virðist, en á
borðinu eru auk þess greinilega þrjú brauð. Jesús er hvítklæddur og heldur í hægri
hendi á brauði upp að brjósti sér og lítur niður á borðið. Lærisveinninn á hægri
hönd honum heldur í hægrihendi á stórum bikar og horfir upp á hinn krossfesta fyr-
ir ofan í myndinni af Þrenningunni. Lærisveinnin á vinstrihönd Jesú heldur á
brauði í vinstrihendi og horfír fram og til hliðar. Sá, sem kemur næst honum, heldur
sennilega á fiski og horfír niður á borðið. Yzt og utan við borðið stendur læri-
sveinn, sem lítur undan, en stingur jafnframt vinstrihendi í vasa sinn, sennilega
Júdas. Myndin hefur ekki neina yfirskrift.
79 Textinn í Vulgataer: „Et dicetur ei: Quidsuntplagae istae in medio manuum tuarum? Etdicet:
His plagatus sum in domo eorum qui diligebant me. “ (Og við hann mun verða sagt: Hví eru sár
í miðju handa þinna. Og hann mun segja: Ég hef hlotið þau í húsi þeirra, sem elskuðu mig).
80 í Harmaljóðum 1.12 er framhald textans „... si est dolor sicut dolor meus! quoniam vindemiavit
me, ut locutus est Dominus, in die irae furoris sui. “ („...hvort til sé kvöl slík sem kvöl mín er,
því að hann hefur sniðlað mig svo sannarlega sem hann er sagður Drottin á degi reiði sinnar“).
Hér eins og sums staðar annars staðar virðist samhengið einnig haft í huga.
81 í Vulgata Amos 8. 9 er textinn þessi: „Et erit in die illa, dicit Dominus Deus, occidet sol in
meridie, et tenebrescere faciam terram in die luminis. “ (Drottinn Guðs segir: Á þeim degi
mun sól sökkva um miðjan dag og eg mun myrkva jörðina um bjartan dag).
133