Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Blaðsíða 137
Kalkmyndir í „Danmarks kyrka “ í Upplandi í Svíþjóð og Biblia pauperum
í tréþrykkinu sýnir fyrirmyndin með mannaundrinu Móse fara fyrir fleira fólki
og beina staf sínum til himins. Manna rignir í kúlum af himni og fulltrúar fólks-
ins safna í ílát.
Yfirskriftin er á latínu: Versus Se tenet in manibus se cibat ipse cibus (Vers:
Hann heldur sjálfum sér í höndum sínum: Hann, sem nærist, er sjálfur næring).
Skýringartextinn við mannaundrið í tréþrykkinu er á latínu:
Legitur in exodo xvj capitulo quod dominus praecepit moysi vt diceret
populo quod quilibet tolleret de manna celesti quan[t]um suffíceret sibi pro
die illa manna autem celeste quod dominus israe[litic]is dedit sicnifícabat
panem sanctum scilicet sui sanctissimi corporis quod ipse in cena dedit suis
discipulis cum dicebat accibite ex hoc omnes & c
(í 2. Mós. 16. kafla gefur að lesa, að Drottinn bauð Móse að segja fólkinu, að
hver og einn skyldi tína upp himneskt manna eins og nægði honum fyrir daginn.
En þetta himneska manna, sem Drottinn gaf Israelsmönnum, táknaði hið heilaga
brauð, það er að segja hans háheilaga líkama, sem hann gaf lœrisveinum sínum
við kvöldmáltíðina, þegar hann sagði: Takið þetta allir o. s. frv.).M
Spámenn í tréþrykkinu halda á böndum með texta á latínu. Sá, sem er efst til
vinstri, ber textaband með orðunum:
Dauid Panem angelorum manducauit homo (Davíðssálm. 78: Maðurinn
hefur etið englabrauð).
Sá, sem er efst til hægri, ber textaband með orðunum:
Prouerbiorum ix Venite comedite panem meum (Orðskv. 9: Komið etið
brauð mitt).
Sá, sem er neðst til vinstri, ber textaband með orðunum:
ysaias lv Audite audientes me et comedite bonum (Jes. 55: Þér, sem til mín
heyrið, hlustið og neytið þess, sem gott er).
Sá, sem er neðst til vinstri, ber textaband með orðunum:
Sapientia xvj panem de caelo prestitisti illis (Speki Salomons 16: Þú gafst
þeim brauð af himni).
Niðurstaða samanburðarins.
Þegar litið er á myndimar í austurhluta kórhvelfíngarinnar í Danmarkskirkju í heild
í ljósi samanburðarins við tréþrykkið af Biblia Pauperum sést, hve sjálfstæður mál-
arinn er í vali og útfærslu mynda á sama tíma og myndir hans vitna um áhrif tré-
þrykksins af Biblia Pauperum. í guðfræðilegu tilliti vekur einkum tvennt athygli.
Annars vegar er að finna sömu áherzlu á fómina, sem hinn himneski faðir færir í
84 Fyrirmyndin af því, þegar Melkisedek, konungur í Jerúsealem og prestur hins hæsta Guðs, tók
af gestrisni á móti Abraham (1. Mós. 14. 18), er ekki sýnd í Danmarkskirkju.
135