Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 139
Kalkmyndir í „Danmarks kyrka“ í Upplandi íSvíþjóð og Biblia pauperum
Framsetningin miðlar skilningi dulhyggju (mystik) síðmiðalda á miðlun náð-
ar Guðs í Kristi. Áherzla er á fórnina í messunni. Lífgefandi friðþægingu Krists
á krossinum er miðlað á áþreifanlegan hátt í altarissakramentinu, sem er fram-
hald og endurtekning þess, sem gerðist forðum í fóm Krists og á sér fyrirmyndir
í hjálpræðissögu Gamla testamentisins. I neyzlu altarissakramentanna, brauðs og
víns, tekur einstaklingurinn á áþreifanlegan hátt á móti himneskri næringu. í
borðhaldi sakramentisins hreinsast menn og styrkjast á jarðneskri vegferð sinni.
Áherzlan á samfélag trúaðra er víkjandi. „Á hátindi skólaspekinnar miðaði
kvöldmáltíðin ekki fremst að tileinkun fórnar krossins, heldur hreinsun sálarinn-
ar og styrkingu íbúandi kærleika við neyzlu efnanna. Sá, sem á miðöldum gekk
til altaris, fann í sakramentinu fyrst og fremst andlega fæðu, lífgefandi kraft og
jafnvel þar sem guðfræðileg útlegging dregur fram hugsunina um syndina, þá
skynjar einstaklingurinn náðargjöfina fyrst og fremst sem guðdómlegan afl-
gjafa“85 Þessari náðargjöf er mætt með máttugri lofgjörð.
Samanburðurinn hefur einnig leitt í ljós mismun í meðferð mynda af spá-
mönnum, en þar hefur takmarkað rými Danmarkskirkju verið ráðandi.
Myndir spámannanna og textabönd þeirra vantar flestar í Danmarkskirkju.
Engin spámannamynd fylgir myndum á austurhvelfingu.
Af þessum samanburði má enn fremur sjá, að skýringartextinn skiptir miklu
máli fyrir skynjun týpologíunnar í myndasamfellunni. Fyrir þeim, sem þekkir
textana og táknræna túlkun þeirra virka myndimar í íhugun og tilbeiðslu.
d) Skírn Jesú.
Áður en skilið er við efnið, kalkmálningar í Danmarkskirkju og Biblia Pauperum,
skal gerð grein fyrir samfellunni um skírn Jesú, sem blasir við prestinum, er hann
horfir frá altarinu og upp á vesturhvelfinguna fyrir ofan sigurbogann (Mynd 10).
Aðalmyndin fyrir miðju sýnir Krist standa í ánni Jórdan og halda hægri hendi
fyrir brjósti sér. Sjálf höndin er máð, en sennilega tjáir hún blessun.86 Á hægri-
hönd honum stendur á árbakkanum engill, sem heldur á klæðum hans, en á
vinstrihönd honum hálfkrýpur Jóhannes skírari og lyftir hægri hendi yfir Krist.
Engin yfirskrift er á myndinni.
Aðalmyndin í tréþrykkinu er snarlík (Mynd 5). Kristur stendur í Jórdan. Hann
lyftir hægri hendi sinni fyrir brjóst sér og tjáir blessun með tveimur fingmm. A
85 Yngve Brilioth, Nattvarden i Evangeliskt Gudstjanstliv. Stockholm: Svenska Kyrkans Dia-
konistyresles Bokförlag (1926) 21950. Bls. 144. Um þróun messunnar í Vesturkirkjunni á síð-
miðöldum sjá kaflann, „Nattvarden i den Romerska medeltidskyrkan," bls. 115-144. Sjá enn
fremur W. Nagel, Geschichte des christlicen Gottesdienstes. Berlin: Walter de Gruyter & Co
1970. Bls. 112-123.
86 Sjá nánar myndina í tréþrykkinu.
137