Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 140
Krístján Búason
hægrihönd honum stendur á árbakkanum engill, sem heldur á klæðum hans. Á
vinstrihönd honum á árbakkanum krýpur Jóhannes skírari og hellir yfir hann
vatni úr könnu. Úr geislandi skýi yfir höfði Krists svífur dúfa, tákn Heilags anda.
Yfirskrift þessarar aðalmyndar tréþrykksins er á latínu:
Versus dum baptisatur Christus baptisma sacratur (Vers: Um leið og
Kristur er skírður, er skírnin helguð).
Við samanburð byggingar aðalmyndanna sést, að tréþrykkið er augljóslega
fyrirmynd kalkmálningarinnar af skírninni í Danmarkskirkju.
Fyrirmyndin í Danmarkskirkju að sunnanverðu sýnir Móse með staf í hægri hendi
og hom á höfði fara fyrir Israelsmönnum. Til hliðar við þá og aftar sést óljóst
eftirför Faraós í Rauðahafinu. Engin yfirskrift er sjáanleg á kalkmálverkinu.
Fyrirmyndin í tréþrykkinu sýnir sömuleiðis Móse fara fyrir fsraelsmönnum með
staf í hægri hendi og lyfta vinstri hendi til blessunar. Að baki þeirra sést eftirför
Faraós í Rauðahafinu svo og borgarturnar handan hafsins.
Yfirskrift þessarar myndar er á latínu:
Versus Hostes merguntur per maris iter gradiuntur (Vers: Óvinirnir far-
ast, er þeir fara gegnum hafið).
í skýringartextanum stendur á latínu:
Legitur in exodo xiiij capitulo quod pharao cum persequeretur filios
israe! cum corribus & equitibus intrauit mare rubrum post filios israel &
dominus reduxit aquas maris super eos : et ita liberauit populum suum de
manu immici persequentis ita & nunc per aquas baptismi a christo conse-
cretas populum christianum a vinculis originalis peccati liberauit (í 2. Mós.
14 gefur að lesa, þegar farao elti ísraelsmenn með vögnum og með riddurum og
fór eftir ísraelsmönnum inn í Rauðahafið, að Drottinn lét hafið flæða aftur yfir
þá. Og þannig frelsaði hann lýð sinn af hendi óvinarins, sem elti hann. Á sama
hátt nú hefur hann frelsað kristinn lýð úr böndum upprunasyndar fyrir vatn, sem
Kristur hefur helgað).
Hér felst hliðstæðan í því, að farið er um vatn til frelsis.
Fyrirmyndin í Danmarkskirkju norðan við aðalmyndina er af tveim mönnum,
sem horfa upp og bera á stöng á milli sín geysistóran vínberjaklasa og stefna frá
myndinni af skírn Jesú í Jórdan. Sá fremsti heldur á staf í vinstri hendi. Hinn aft-
ari heldur báðum höndum um stöngina.
Yfirskriftin er á latínu:
138