Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 150
Jón Sveinbjörnsson
móta eftir þeim lögmálum sem gilda á því tungumáli sem þýtt er á. Vandinn felst
í að greina frumtextann, koma orðum að merkingarþáttum hans og færa þessa
þætti yfir á viðtökumálið. Áherslan hvílir hér á viðtakandanum eða lesandanum.
Þýðing er trú frumtexta ef hún hefur sömu áhrif á lesendur og ætla má að frum-
textinn hafi haft á upprunalega lesendur. Nida talar um „dynamic equivalence“ -
„áhrifajafngildi“ - og telur að þarna sé verið að koma orðum að því ferli sem
góðir þýðendur hafi fylgt af eins konar eðlishvöt. Áhrif Nida má sjá í hinum svo-
nefndu „Good News“ þýðingum þar sem þýðingaraðferðum hans er beitt.20 Af
þeim „áhrifajafngildis" þýðingum sem ég hef séð finnst mér einna mest til um
þýsku þýðinguna Die Gute Nachricht.2' Hún er mjög vönduð og kemur með
margar snjallar þýðingarlausnir.
Önnur viðhorf til þýðinga koma m.a. fram í þýðingarreglum Charles W.
Hedrick frá 1994.22 Þar varar hann við því að klæða forna texta í nútímabúning
og telur hætt við að þýðandinn læði hugmyndum samtíðar sinnar inn í textann og
brengli honum þannig. Að hans mati á þýðing að vera trú þeim félagslegu að-
stæðum og bókmenntalegu hefðum sem ríktu þegar textinn var upphaflega sam-
inn. Þess vegna telur hann ráðlegra að taka fremur minna en meira inn í þýðing-
una og setja skýringar og túlkunarmöguleika neðanmáls. Þar sem vafamál eru í
frumtexta verði að halda þeim í þýðingunni og þegar þýðandi er neyddur til að
taka afstöðu milli valkosta beri að greina frá öðrum valkostum neðanmáls. Hedr-
ick telur að þýðandinn eigi að reyna að halda stflbrögðum frumtextans jafnvel
þótt þau verki ekki á nútíma lesendur og reyna að hafa formið sem líkast, jafnvel
halda orðaröð frumtextans. Hann leggur meira upp úr áhrifamætti textans í
upphaflegu samhengi en áhrifamætti textans nú á dögum.
I bókinni A Translator ’s Freedom23 greinir Cecil Hargreaves frá viðbrögðum
nokkurra höfunda24 við nýrri enskum biblíuþýðingum í samanburði við eldri
enskar þýðingar sem mótað hafa enska biblíuhefð allt frá 16. öld. Hann rekur
áhrifasögu og bókmenntagildi eldri þýðinganna og fjallar einkum um gildi þýð-
ingar William Tyndales sem kom út 1526 og einnig þýðingu Jakobs konungs sem
20 Good News Bible with Deuterocanonicals/Apocrypha. The Bible in Today 's English Version.
American Bible Society (New York) 1987.
21 Die Bibel in heutigem Deutsch. Die Gute Nachricht des Alten und Neuen Testaments mit den
Spatschriften des Alten Testaments (Deuterokanonische Schrijten/Apokryphen). Deutsche
Bibelgesellschaft (Stuttgart) 2. útg. 1982.
22 Westar Institute Program. Spring '94. Santa Rosa, CA. 1994.
23 C. Hargreaves, A Translator's Freedom. Modem English Bibles and Their Language.
(Biblical Seminar; no.22), Sheffield Academic Press (Sheffield) 1993.
24 P. Levi, The English Bible. Eerdmans (Grand Rapids) 1974; P. Mullen, The New Babel. SPCK
(London) 1987; S. Prickett, Words and the Word: Language, Poetics and Biblical Interpreta-
tion Cambridge University Press (Cambridge) 1986.
148