Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 154
Jón Sveinbjörnsson
Tillaga að vinnuaðferð
Við umfjöllun á textum og einkum bréfum Nýja testamentisins hafa menn deilt
um hvort nálgast skuli textana „að ofan“ eða „að neðan“ („top down“ eða „bott-
om up“).27 Fyrmefnda aðferðin felst í að taka fyrst tillit til hefðbundinnar bygg-
ingar og skiptingar texta og lesa viðkomandi texta með hliðsjón af einhverju
skilgreindu tjáskiptalíkani28 (afleiðsluaðferð). Síðarnefnda aðferðin felst í að
fyrst skuli greina minnstu merkingareindir textans og tengsl þeirra áður en reynt
er að ná fram til einhverrar heildarsýnar (aðleiðsluaðferð). Hættan við fyrri að-
ferðina („að ofan“) felst í að ganga út frá einhverjum lestrarlíkönum sem gætu
verið framandi innihaldi textans. Hættan við síðari aðferðina („að neðan“) felst í
að drukkna í smáatriðum, að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Enda þótt nauðsyn-
legt sé að beita báðum þessum aðferðum, tel ég eðlilegast að byrja „að neðan“ og
greina merkingarþættina áður en farið verður út í greiningu á ákveðnum tjá-
skiptaformum.
I stuttu máli felst aðferðin í þrem þáttum: íjyrsta þætti (Textinn) reynum við
að einskorða okkur við samhengið innan textans/ritsins sjálfs. í öðrum þœtti
(Höfundur - lesendur) verður reynt að skoða textann í því samhengi þar sem ritið
varð til. I þriðja þœtti (Textinn og við) er reynt að lesa/skoða textann í því al-
mennt mannlega samhengi í sögu og samtíð sem innihald ritsins skírskotar til.
í fyrsta þætti (Textinn) verður leitast við að greina merkingarþætti frumtextans
og setja þá fram á íslensku. Byggt verður á þýðingaraðferðum E.A. Nida.29 Hann
27 J.P. Louw, „Reading a Text as Discourse" í: D.A. Black (ritstj.), Linguistics and New
Testament Interpretation. Essays on Discourse Analysis. Broadman (Nashville) 1992 s. 17-30;
J.T. Reed, A Discourse Analysis of Philippians. Method and Rhetoric in the Debate over
Literary Integrity. Sheffteld Academic Press (Sheffield) 1997 s. 47n; J.T. Reed, „Discourse
Analysis", í: S.E. Porter (ritstj.). Handbook to Exegesis ofthe New Testament. Brill (Leiden)
1997 s. 189-217; J. Holmstrand, “Jag vill att ni skall veta, bröder ...” Övergángsmarkörer,
textstruktur och inneháll i Första Thessalonikerbrevet, Filipperbrevet och Galaterbrevet.
Uppsala Universitet 1996; S.E. Porter & D.A. Carson (ritstj.), Discourse Analysis and Other
Topics in Biblical Greek. Sheffield Academic Press 1995; S.E. Porter, Idioms of the Greek
New Testament. 2. útg. JSOT Press (Sheffield) 1994 s. 298-307; S.H. Levinsohn, Discourse
Features of New Testament Greek. SIL (Dallas) 1992; G.H. Guthrie, The Structure of
Hebrews. A Text-Linguistic Analysis. Brill 1994; (sjá einnig ritdóm eftir A. Vanhoye í Biblica
76(1995) bls. 587-590); A.H. Snyman, „A Semantic Discourse Analysis of the Letter to Phile-
mon,“ í: P.J. Hartin & J.H. Petzer (ritstj.) Text & Interpretation. New Approaches in the
Criticism of the New Testament. E.J. Brill(Leiden) 1991 s.83-99; sbr. Þorleifur Hauksson
(ritstj.) og Þórir Óskarsson, íslensk Stílfrœði. Háskóli íslands og Mál og menning (Reykjavík)
1994 s. 60-61 (orðræðugreining).
28 sbr. bls. 14 (neðanmálsgrein 39).
29 E.A. Nida & Ch.R. Taper, The Theory and Practice ofTranslation. Brill (Leiden) 1969; Jón
Sveinbjömsson, „Ný viðhorf við bibltuþýðingar“í: Ritröð Guðfrœðistofnunar 4 - Biblíuþýð-
ingar ísögu og samtíð. 1990 s.l02nn.
152