Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Blaðsíða 155
Guðfræði og biblíuþýðing
telur að greina megi öll tungumál í fjóra grunnþætti, hlutaorð, verknaðarorð,
ákvæðisorð og tengiorð. Hlutaorð samsvara yfirleitt nafnorðum, verknaðarorð
sögnum, ákvæðisorð samsvara lýsingarorðum og atviksorðum og tengiorðin
samtengingum. Jafnframt telur hann að greina megi öll tungumál í 8 til 11
kjarnasetningar sem hvert tungumál tengir síðan eftir eigin reglum.
Þegar texti er greindur í kjarnasetningar þarf að skilgreina mörk hans, hvar
kaflinn hefst, hvar hann endar og hvemig megi skipta honum í innri þætti. Þá
þarf að skoða næsta samhengi kaflans og stöðu hans í ritinu sem hann er hluti af.
Auk þessa þarf að skilgreina þætti sem jafnan má finna í textum svo sem tíma-
og staðarákvarðanir, þátttakendur, höfund, lesendur og samband þessara þátta.
Einnig þarf að benda á áhersluatriði og stef í kaflanum og þau atriði sem lesand-
inn hnýtur um eða skilur ekki.
Þegar fmmtexti virðist skýr og þýðing hans á íslensku sýnist liggja beint við
er yfirleitt óþarfi að greina hann í kjarnasetningar.
Málvísindamaðurinn M.A.K. Halliday30 talar um texta sem val þeirra tjáning-
armöguleika sem lestrarsamfélag höfundar býr yfir. Höfundur felur merkingu í
textanum (encode) og lesendur hans lesa merkinguna út úr textanum (decode).
Halliday nefnir þessa sameiginlegu valkosti, sem lestrarsamfélagið býr yfir, „re-
gister“. Til þess að lesandi geti lesið merkingu út úr texta þarf hann að þekkja
þann orðaforða sem stendur höfundinum (og þýðandanum) til boða þegar hann
semur textann. Þetta gildir bæði fyrir frumtextann og þýdda textann.
í orðabók þeirra Louws og Nida31 eru öll orð Nýja testamentisins greind í
merkingarþætti og flokkuð í 93 merkingarflokka eftir merkingarsviðum. Þessir
93 merkingarflokkar eiga að vera sameiginlegir fyrir fyrstu aldar grísku og
tuttugustu aldar ensku. Bæði grísku og ensku orðin fela í sér margbreytilega
merkingarþætti og ekki er hægt að þýða ákveðið grískt orð alltaf með einu og
sama orði á ensku. Merkingarflokkarnir breytast hins vegar ekki þótt orðin breyti
um merkingu. Þannig opnast þýðandanum og jafnframt lesandanum möguleikar
á að kynnast orðaforða eða „registri" þeirra sem rituðu bækur í frumkristni og
skoða orðin í samhengi þeirra merkingarsviða sem þau tilheyra.32
Greinarmunur er gerður á samhengismiðaðri (syntagmatískri) og kerfismið-
30 M.A.K. Halliday, Language as social scmiotic. The social interpretation of language and
meaning. Edward Amold (London) 1978.
31 J.P. Louw & E.A. Nida (ritstj.), Greek-English Lexicon of the New Testament based on
semantic domains I-Il United Bible Societies (New York) 1988.
32 J.P. Louw, „The Analysis of Meaning in Lexicography". Filologia Neotestamentaria VI
(1993) s.139-148.
153