Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 157
Guðfræði og biblíuþýðing
ígrunda það nánar. Einnig er talað um höfundarlesendur eða fyrirmyndar lesend-
ur sem skilja hvað vakir fyrir höfundinum og það er líka talað um innbyggða les-
endur36 sem hliðstæðu innbyggða höfundarins.
Mig langar til að taka dæmi sem mér finnst geta lýst muninum á sögumanni
(narrator) og áheyranda sögumanns (narratee) annars vegar og innbyggðum höf-
undi (implied author) og innbyggðum lesanda (implied reader) hins vegar. Fyrir
nokkrum árum var talað við sænska rithöfundinn Per Olov Sundman í útvarpi um
bók hans Loftsiglinguna, sögulega skáldsögu um tilraun sænska verkfræðingsins
S.A. Andrées að komast til Norðurpólsins í loftbelg ásamt tveim samlöndum
sínum.37 Leiðangurinn misheppnaðist og mennimir dóu allir. í bókinni lætur
Sundmann einn leiðangursmanna greina nákvæmlega frá öllum atriðum og lýsa
atburðarásinni. í útvarpsviðtalinu greindi Sundmann frá því að markmið sögunn-
ar væri ekki fyrst og fremst að draga upp sem sannasta mynd af sögulegum at-
burðum heldur væri boðskapurinn að vara okkur, samtímamenn sína, við ástand-
inu eins og það er nú. Skilaboð hans eru þau að við séum í sömu sporum og
Andrée. Að mati Sundmanns hafði Andrée ekki hugrekki til að snúa við og hætta
við ferðina þótt hann vissi með sjálfum sér hvert stefndi. Þarna sjáum við því
sögumanninn sem greinir frá atburðarásinni og sem áheyrendur sögumanns njót-
um við frásagnarinnar sem beinnar lýsingar á atburðum. Jafnframt er hann inn-
byggður höfundur sem ætlast til þess að við meðtökum boðskap hans sem inn-
byggðir lesendur og íhugum stöðu okkar í samtímanum og breytum samkvæmt
því.
Til þess að innbyggði höfundurinn nái að hreyfa við innbyggða lesandanum
þarf hann að þekkja til lífsviðhorfa hans og tjáningarmáta. í öðrum þættinum
reynum við að fylgjast með lestrarferlinu á fyrstu öldunum og nálgast upphaflegt
lestrarsamfélag ritsins, kanna hvaða aðferðum menn beittu til að koma boðskap
til skila og fá áheyrendur til að fylgjast með og sannfærast. Samtímasögulegar
heimildir verða kannaðar. Þar er bæði um að ræða rit sem samtímamenn höfund-
ar höfðu aðgang að, t.d. Gamla testamentið, síðgyðingleg og hellenísk rit og
kennslubækur í ritlist og mælskufræðum sem kynnu að hafa mótað framsetningu
höfundar38 og einnig aðrar heimildir eins og fornminjar. Auk þess þarf að athuga
að hve miklu leyti félagsfræði- og bókmenntalíkön geta hjálpað til við umfjöll-
unina um textann.
36 D. Rhoads & D. Michie, Markas Stoy. s. 137nn. Culpepper s. 203nn; Jón Sveinbjörnsson, „Ný
viðhorf í Biblíurannsóknum." Tímarít Háskóla íslands I, 1986, s. 43n. íslensk stílfrœði s. 127.
37 Loftsiglingin eftir Per Olov Sundman. Ólafur Jónsson íslenskaði. Almenna Bókafélagið
(Reykjavík) 1968.
38 D.E. Aune (ritstj.), Greco-Roman Literature and the New Testament. SBL Sources for Biblical
Study 21. Scholars Press (Atlanta) 1988; V.K. Robbins (ritstj.), The Rhetoric of Pronounce-
ment. 64. bindi af Semeia. Scholars Press (Atlanta) 1993.
155