Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Qupperneq 161
Guðfrœði og biblíuþýðing
komið að þýðingarvinnunni (tilreiðslu textans) jafnvel þótt þeir hafi ekki lært
grísku.
Mk 10.46-52
1981: 46Þeir komu til Jeríkó. Og þegar hann fór út úr borginni ásamt lærisveinum sínum og
miklum mannfjölda, sat þar við veginn Bartímeus, sonur Tímeusar, blindur beiningamaður.
47Þegar hann heyrði, að þar færi Jesús frá Nasaret, tók hann að hrópa: „Sonur Davíðs, Jesús,
miskunna þú mér!“ 48Margir höstuðu á hann, að hann þegði, en hann hrópaði því meir: „Sonur
Davíðs, miskunna þú mér!“ 45Jesús nam staðar og sagði: „Kallið á hann.“ Þeir kalla á blinda
manninn og segja við hann: „Vertu hughraustur, statt upp, hann kallar á þig.“ “Hann kastaði
frá sér yfirhöfn sinni, spratt á fætur og kom til Jesú. 5lJesús spurði hann: „Hvað vilt þú, að ég
gjöri fyrir þig?“ Blindi maðurinn svaraði honum: „Rabbúní, að ég fái aftur sjón.“ 52Jesús sagði
við hann: „Far þú, trú þín hefur bjargað þér.“ Jafnskjótt fékk hann sjónina og fylgdi honum á
ferðinni.
1912:460g þeir koma til Jerikó. Og þegar hann fór út úr Jeríkó og lærisveinar hans og mikill
mannfjöldi, sat Bartímeus, sonur Tímeusar, blindur beiningamaður við veginn. 47Og er hann
heyrði, að það væri Jesús frá Nazaret, tók hann að hrópa og segja: Davíðs sonur, Jesú, misk-
unna þú mér! 480g margir höstuðu á hann, til þess að hann skyldi þegja, en hann hrópaði því
meir: Davíðs sonur, miskunna þú mér! 490g Jesús nam staðar og sagði: Kallið á hann. Og þeir
kalla á blinda manninn og segja við hann: Vertu hughraustur, stattu upp, hann kallar á þig. 50En
hann kastaði frá sér yfirhöfn sinni, stökk á fætur og kom til Jesú. 510g Jesús ávarpaði hann og
sagði: Hvað viltu að eg gjöri fyrir þig? Og blindi maðurinn sagði við hann: Rabbúní, það, að
eg fái aftur sjón mína. 52En Jesús sagði við hann: Far þú leiðar þinnar, trú þfn hefir gjört þig
heilan. Og jafnskjótt fékk hann aftur sjónina og fylgdi honum áleiðis.
1859:46Nú komu þeir til Jerikóborgar. Þegar hann fór þaðan, fylgdu honum lærisveinar hans
og mikill fjöldi fólks. Þá sat Bartímeus Tímausson hinn blindi við veginn og beiddist ölmusu.
47Þegar hann heyrði, að Jesús naðverski færi þar hjá, kallaði hann hátt og mælti: „Jesús, niðji
Davíðs, miskuna þú mér!“ 48Margir skipuðu honum þá að þegja, en hann kallaði þess hærra, og
sagði: „Niðji Davíðs, miskuna þú mér!“ 49Þá nam Jesús staðar, og lét kalla á hann; þeir gjörðu
svo og mæltu: „Vertu vongóður, stattu upp, hann kallar á þig“. 50Hann kastaði þá yfirhöfn sinni,
stóð á fætur og kom til Jesú. 51Jesús mælti: „Hvað viltu að eg gjöri við þig?“ Hinn blindi mælti:
„Meistari! það, að eg fái sjón mína“. 52Jesús mælti: „Far þú leiðar þinnar, þín trú hefir hjálpað
þér“. Strax fékk hann aftur sjón sína, og fylgdi honum á ferðinni.
1540: Þeir komu og til Jeríkó. Og að honum burtfaranda úr Jeríkó og hans lærisveinum og
miklum öðrum fólksfjölda, sat Bartímeus, blindur son Tímei, við veginn og beiddi. Og er hann
heyrði að það var Jesús af Nasaret, tók hann til að kalla og sagði: Jesús sonur Davíðs, miskunna
þú mér. Og margir átöldu hann að hann þegði, en hann kallaði þá miklu meir: Sonur Davíðs,
miskunna þú mér. Jesús stóð við og bauð að kalla á hann. Þeir kölluðu og á hinn blinda, segj-
andi til hans: Vertu með góðum hug, statt upp, hann kallar þig. Og hann snaraði sinni yfirhöfn
af sér, stóð upp og kom til Jesú. Jesús svaraði og sagði til hans: Hvað viltu að eg skuli gjöra
þér? En hinn blindi sagði honum: Rabbúní, það eg sæi. Jesús sagði þá til hans: Gakk héðan, þfn
trúa gjörði þig hólpinn. Og strax þá sá hanr. og fylgdi honum eftir upp á veginn.
Ef við berum saman textana frá 1912 og 1981 þá eru það einkum tengingarnar
sem eru frábrugðnar. I þýðingunni frá 1912 eru allar tengingar gríska textans
159