Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 167
Guðfrœði og biblíuþýðing
honum, en höfundurinn beinir orðunum jafnframt til áheyrenda í frumsöfnuðin-
um. Hafði Guð tekið völdin í sínar hendur? Var Guðs ríki komið?
Kaflar 8.21 - 10.52 eru inngangur að köflum 11.1 - 16.8 sem fjalla um síð-
ustu daga Jesú. Jesús fræddi lærisveinana um nauðsyn þess að Mannssonurinn
þjáðist en lærisveinarnir gátu ekki skilið það. Þeir þurftu að fylgja honum á
ferðinni til Golgata - á sinn hátt að deyja með Jesú - til þess að öðlast skilning.
Höfðu þeir öðlast þennan skilning þegar guðspjallið var skrifað eða var höfundur
að benda á möguleikann sem stóð þeim nú opinn?
í fjórða kafla Markúsarguðspjalls greinir höfundur frá því er Jesús talar við
lærisveinana um dæmisögur og segir þeim dæmisöguna af sáðmanninum, út-
skýrir hana fyrir þeim og talar um ferns konar jarðveg og ferns konar áheyrendur.
Þar lætur höfundur Jesú segja við „ykkur“: „Yður er gefinn leyndardómur Guðs
ríkis. Hinir, sem fyrir utan eru, fá allt í dæmisögum," eða með öðrum orðum:
Ykkur er gefinn skilningur á því að Guð hefur tekið við stjórn, hinir sem fyrir
utan eru fá allt í gátum. í frásögninni segir Jesús þessi orð við lærisveinana, en
innbyggður höfundur lætur Jesú beina þeim til lesandans í frumkirkjunni og til
lesenda á hverjum tíma.
Ýmsir hafa bent á hliðstæður í persónusköpun Markúsarguðspjalls og lýsing-
unni á hinum ferns konar jarðvegi í 4. kaflanum.44 Þar er talað um þá hjá/á göt-
unni, það eru þeir sem heyra, en Satan kemur jafnskjótt og tekur burt orðið, sem
í þá var sáð. Grýtta jörðin eða grunni jarðvegurinn eru þeir sem taka orðinu með
fögnuði, um leið og þeir heyra það, en hafa enga rótfestu. Þeir eru hvikulir og er
þrenging verður síðan eða ofsókn vegna orðsins, bregðast þeir þegar. Þeir meðal
þyrna eru þeir sem heyra orðið, en áhyggjur heimsins, tál auðæfanna og aðrar
girndir koma til og kefja orðið, svo það ber engan ávöxt. Góða jörðin merkir þá
sem heyra orðið, taka við því og bera þrítugfaldan, sextugfaldan og hundraðfald-
an ávöxt.
Persónur í guðspjallinu sem samsvara hinni góðu jörð eru fyrst og fremst þær
sem Jesús læknar. Það eru auk Bartímeusar blindi maðurinn í áttunda kaflanum,
drengurinn með visnu höndina. Lærisveinarnir virðast helst gegna hlutverki
grunna jarðvegsins. Þeir taka orðinu með fögnuði en eru hvikulir og eiga eftir að
yfirgefa Jesú þegar að þrengir. Auðugi maðurinn er dæmi um þá sem láta
áhyggjur heimsins og tál auðæfanna kefja orðið og faríseamir og fræðimennirnir
sem hafa allt á hreinu eru lokaðir fyrir boðskapnum, þeir heyra orðið en Satan
tínir það jafnskjótt burt.
Ein af þeim æfingum sem sem fjallað var um í kennslubókum í ritlist nefndist
persónusköpun (prosopopoiia). I Foræfingum Þeons er henni lýst á eftirfarandi
hátt:45
165