Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 175
Gunnlaugur A. Jónsson
Hirðir og hjörð1
Fáein dæmi úr áhrifasögu líkingar úr Gamla testamentinu
Trúmaðurinn hefur á öllum tímum notað myndmál til að tjá trúarreynslu sína.
Þess sér ljóslega stað í Biblíunni.2 Ein minnisstæðasta myndin úr Biblíunni, sem
jafnframt er meðal þeirra sem sameina Gamla og Nýja testamentið, er myndin af
hjörðinni og hirði hennar. Þeir Biblíutextar sem vafalaust koma fyrst í hug flestra
þegar minnst er á þessi hugtök eru annars vegar 23. sálmur Saltarans „Drottinn
er minn hirðir“ og hins vegar dæmisagan af „Góða hirðinum“ í 10. kafla Jóhann-
esarguðspjalls, sem er ítarlegasta notkun þessa myndmáls ásamt 34. kafla Esekí-
els.
í þessari ritsmíð hyggst ég taka fyrir myndina af hirðinum og hjörðinni og
lýsa með dæmum hvemig hún er notuð í Biblíunni, fyrst í Gamla testamentinu
og kanna í framhaldi af því hvernig Nýja testamentið notar þessa líkingu með
augljósri skírskotun til Gamla testamentisins. Síðan mun ég taka nokkur dæmi úr
síðari tíma áhrifasögu þessarar myndar eða líkingar, ekki síst dæmi um notkun
sálms 23 í listum og trúarlífi. Þá mun ég fjalla um Aðventu Gunnars Gunnarsson-
ar (1889-1975), þar sem greina má augljós tengsl við myndina af hirði og hjörð,
og loks leitast ég við að draga nokkrar ályktanir af þeim dæmum sem til umfjöll-
unar hafa verið.
1 Þessi kafli er að stofni til erindi sem flutt var á málþingi í Þjóðarbókhlöðunni 18. október 1997
í tilefni af því að 150 ár voru liðin frá stofnun Prestaskólans. Ýmsar viðbætur hafa þó verið
gerðar síðan. Ég þakka sr. Árna Bergi Sigurbjömssyni, Jóni Sveinbjömssyni, prófessor, og að-
stoðarmönnum mínum, þeim Óskari H. Óskarssyni, stud. theol., og Þorkeli Á. Óttarssyni, stud.
theol., fyrir að hafa lesið yfir greinina og gefið mér margar gagnlegar ábendingar.
2 Sjá t.d. P.W. Macky, The Centrality of Metaphors to Biblical Thought. Edwin Mellen, Lewis-
ton 1990, K. Nielsen, There is Hopefora Tree. The Tree as Metaphor in Isaiah. JSOTSup 65,
JSOT Press, Sheffield 1989. G. Eidevall, Grapes in the Desert. Metaphors, Models, and
Themes in Hosea 4-14. Coniectanea Biblica. OT Series 43, Almquist & Wiksell International,
Stockholm 1996.
173