Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 176
Gunnlaugur A. Jónsson
Fáein orð um áhrifasögu Gamla testamentisins
Á undanfömum ámm hef ég leitast við að vekja áhuga á því sem ég kalla áhrifa-
saga Gamla testamentisins. Hef ég haldið sérstök námskeið í guðfræðideild Há-
skóla Islands um það efni og einnig birt nokkrar greinar um þætti úr áhrifasög-
unni.3 Einn meginkosturinn við áhrifasöguhugtakið er að það er mjög gagnsætt
og auðskilið orð, öfugt við ýmis þeirra hugtaka sem meira em notuð innan bók-
menntafræðanna.
En vissulega hafa bókmenntafræðin haft mikil áhrif á Biblíufræðin á undan-
förnum árum og áratugum. Af hugtökum úr bókmenntafræðinni sem mikið hafa
verið notuð innan guðfræðinnar upp á síðkastið má nefna textatengsl4, sem er að
sumu leyti skylt áhrifasöguhugtakinu, eins og ég hef notað það.
Hér á landi hefur prófessor Jón Sveinbjörnsson verið iðnastur guðfræðinga
við að kynna ýmis ný viðhorf á sviði Biblíurannsóknanna, einkum bókmennta-
fræðilegar aðferðir, sem óneitanlega hafa hleypt nýju lífi í Biblíufræðin.5 Á það
ekki síst við um hinn svonefnda „Reader Response Criticism“ eða frásagnarrýn-
ina, sem skoðar textann fremur sem bókmenntaverk heldur en að leggja höfuð-
áherslu á sögulegar spurningar tengdar textanum, eins og sögurýnin eða hinar
sögulegu Biblíurannsóknir gerðu. Einnig beinist athyglin meira að lesandanum
sjálfum. Reynt er að komast að því hvaða áhrif textinn hefur á lesandann, og þar
erum við komin að skyldleika frásagnarrýninnar við áhrifasögu Biblíunnar, sem
3 Sjá eftirtaldar ritgerðir mínar, „Faraó með sinn heimskuher í Hafinu rauða drekkti sér. Af
áhrifasögu biblíutextanna, vanræktu en áhugaverðu fræðasviði." Kirkjurítið 59,1,1993, s. 12-
20. „The Old Testament in Icelandic Life and Literature.“ Studia theologica. A Scandinavian
Journal ofTheology 50,1996, s. 109-124, „Heimfærsla í Biblíukveðskap sr. Valdimars Briem.
Dæmi úr áhrifasögu Gamla testamentisins á íslandi.“ Milli himins og jarðar. Maður, guð og
menning íhnotskurn hugvísinda. Háskólaútgáfan, 1997, s. 195-210.
4 Hugtakið textatengsl („intertextuality" á ensku) hefur verið mikið notað meðal bókmennta-
fræðinga síðastliðna tvo til þrjá áratugi. Höfundur hugtaksins er búlgarsk-franski hugsuðurinn
Julia Kristeva. Hún notaði það m.a. í ritgerð sem birtist árið 1967 og þýdd hefur verið á
íslensku: „Orð, tvíröddun og skáldsaga." Þar skilgreinir hún hugtakið í anda rússneska
fræðimannsins Mikhails Bakhtin og kenninga hans um samræðu-eðli tungumálsins: „sérhver
texti er byggður upp sem mósaík tilvitnana, þ.e. sérhver texti er upptaka og umbreyting annarra
texta." Sjá nánari umfjöllun í ágætri grein Ástráðs Eysteinssonar prófessors „Mylluhjólið. Um
lestur og textatengsl." Timarit Máls og menningar 4,1993, s. 73-85. Önnur áhugaverð grein þar
sem unnið er með textatengsl er grein Torfa H. Tulinius, „Egla og Biblían" í: Milli himins og
jarðar. Maður, guð og menning í hnotskum hugvísinda. Háskólaútgáfan 1997, s. 125-136.
Hugtakið textatengsl er vissulega einnig notað í biblíufræðunum. Sjá t.d. grein K. Nielsen,
„Intertextuality and biblical scholarship." SJOT 2,1990, s. 89-95.
5 Auk þeirrar greinar Jóns Sveinbjörnssonar sem birtist í þessu riti skal einkum bent á eftirtaldar
greinar hans: „Biblían og bókmenntarýnin." Orðið. Rit Félags guðfrœðinema 19,1985, s. 6-13;
„Ný viðhorf í Biblíurannsóknum." Tímarit Háskóla íslands 1,1986, s. 40-48; „Lestur og rit-
skýring." Ritröð Guðfrœðistofhunar. Studia theologica islandica 1,1988, s. 51-70; „Ný við-
horf við biblíuþýðingar.“ Biblíuþýðingar í sögu og samtíð. Ritröð Guðfrœðistofnunar. Studia
theologica islandica 4,1990, s. 85-120.
174