Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 178
Gunnlaugur A. Jónsson
En verkefni hinna áhrifasögulegu rannsókna er vitaskuld ekki aðeins það að
safna saman áhugaverðum dæmum um áhrif Gamla testamentisins eða Biblíunn-
ar í heild á íslenska menningu og trúarlíf heldur að kanna hvemig þessum áhrif-
um er háttað og hvað megi af þeim ráða um túlkun Biblíunnar og áhrifamátt
hennar. I þeirri viðleitni er oft gagnlegt að leita í smiðju til bókmenntafræðanna,
ekki síst viðtökurýninnar," sem er um margt skyld áhrifasögurannsóknum guð-
fræðinnar, eins og ég hef skilið þær og iðkað.
Þessari grein minni er ætlað að veita innsýn í hvernig slík rannsókn getur far-
ið fram. Hér er tekin fyrir ákveðin líking úr Gamla testamentinu og rakin dæmi
úr Gamla testamentinu um hvemig hún er notuð. Þar verður augljóst að höfundar
einstakra rita Gamla testamentisins eru undir áhrifum frá trúarbrögðum ná-
grannaþjóða sinna,12 einnig má greina margvísleg áhrif eða textatengsl innan
Gamla testamentisins þegar notkun þessarar líkingar er könnuð. Því næst er eðli-
legt að leiðin liggi yfir til Nýja testamentisins og kannað sé hvernig þar er unnið
úr þeim efnivið sem rannsakaður hefur verið í Gamla testamentinu og loks má
velja ýmis dæmi úr síðari tíma þróun í áhrifasögu viðkomandi líkingar.
Jákvæð hugrenningatengsl
Orðin „hirðir“ og „hjörð“, svo ekki sé talað um „lamb“, skapa þegar í stað já-
kvæð hugrenningatengsl hjá flestum okkar, minna okkur á umhyggju og nálægð.
Okkur verður ósjálfrátt fyrir að leggja rómantíska lýsingu úr lífi smala og fjár-
manna inn í myndina af hirðinum. Vafalaust koma mörgum í hug þessi erindi
Steingríms Thorsteinssonar (1831-1913) sem flestir íslendingar hafa lært við
móðurkné:13
Ut um græna grundu
gakktu hjörðin mín.
11 Viðtökufræðin er býsna víðfeðm, því að hún spannar allt frá könnun ritdóma og greina um ein-
stök verk yfir í greiningu á innbyggðri stöðu lesandans í textum. Má segja að allar þær rann-
sóknir á textatengslum sem fram hafa farið á liðnum árum skarist við viðtökufræðina, þ.e.a.s.
þegar kannað er hvernig eitt verk „les“ annað, eða byggir á misáberandi skírskotunum í önnur
verk. Af nýlegum og áhugaverðum íslenskum verkum á sviði viðtökurýninnar má nefna rit
Jóns K. Helgasonar, Hetjan og höfundurinn. Brot úr íslenskri menningarsögu. Heimskringla.
Háskólaforlag Máls og menningar. Rvk. 1998. Segja má að það rit hafi átt sér undanfara í riti
Matthíasar Johannessen, Njála í íslenzkum skáldskap. Safn til sögu Islands og íslenzkra bók-
mennta, annar flokkur II/l. Hið íslenzka bókmenntafélag, Rvk. 1958.
12 Rannsóknir á hinum trúarbragðasögulega bakgrunni einstakra texta eða hugmynda Gamla
testamentisins tel ég þó ekki til áhrifasögunnar. Verkefni hennar hef ég takmarkað við að rann-
saka þau áhrif sem textar Gamla testamentisins hafa haft, bæði innan Biblíunnar og einkum þó
síðari tíma áhrif á einstaklinga, menningu, trúarlíf og samfélög.
13 Halldór Laxness, „Skáld tveggja svana.“ I: Af skáldum. Bókaútgáfa menningarsjóðs, Reykja-
vík 1972, s. 209.
176