Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 179
Hirðir og hjörð
Yndi vorsins undu,
ég skal gæta þín.
Sól og vor ég syng um,
snerti gleðistreng.
leikið lömb, í kringum
lítinn smaladreng.
Þær hugsanir sem vakna með okkur ráðast af verulegu leyti af því umhverfi
sem við erum alin upp í. Það sem okkur kemur í hug þegar við leiðum hugann að
hirði og hjörð þarf ekki að vera hið sama og menn hugsuðu um á tímum Gamla
og Nýja testamentisins þegar þessi hugtök bar á góma. Víða í hinum fornu Mið-
austurlöndum var myndin af hirðinum mikið notuð sem líking um Guð og ekki
síður sem konungstitill. Eðlilegt er því að byrja á því að kanna stöðu og hlutverk
hirðisins á tímum Gamla testamentisins.
Hirðishugtakið í Gamla testamentinu
í 2M 22:9-14 er að finna lagatexta sem kveður á um skyldur hirðisins. Þar kemur
fram að hirðirinn er bótaskyldur ef hjörðin verður fyrir einhvers konar tjóni. Meg-
inreglan er sú að hirðirinn ber ábyrgð á hjörðinni gagnvart eigandanum ef eitthvað
kemur fyrir sauðina. Það er í þessu ljósi sem ber að skilja „sprota“ og „staf ‘ hirð-
isins sem getið er um í S1 23. Þessi tæki átti hann að nota til að vernda hjörðina.
Þá var starf hirðisins fólgið í því að finna gott haglendi fyrir hjörðina (Esk
34:14) og sjá henni fyrir vatni (S1 23:2). Hann átti og að sjá til þess að hjörðin
tvístraðist ekki eða hrektist í þoku og dimmviðri (Esk 34:12-13). Einnig átti hann
að gera að sárum þeirra sauða sem kunnu að hljóta sár eða limlestast (Esk 34:16).
í þeim skilningi var hann læknir hjarðarinnar.
Sauðabyrgi voru að sjálfsögðu algeng í Landinu helga. Hjörðunum var safnað
saman undir nóttina og allur hópurinn fenginn einum eða fáum til vörslu. Vörð-
urinn átti að gæta þess að úlfar kæmust ekki inn í byrgið, né þjófar eða ræningjar.
Sauðaþjófnaður var algengur í landinu og því mikilvægt að vera vel á verði.
Niðurstaðan hlýtur að vera sú að starf hirðisins var erfitt og ábyrgðarmikið og
reyndi á þann sem gegndi því.14
14 í þessum kafla styðst ég talsvert við grein K. Nieisen, „Hyrde og lam. Har vi brug for et rask
lille metaforstop?" í: Sola scriptura. Teologisk litterœre lœsninger i Gammel og Ny testamente.
Forlaget Anis, Frederiksberg 1993, s. 9-20. Hér á landi kemur Einar Sigurbjörnsson inn á þetta
efni í bók sinni Credo. Kristin trúfrœði 2. útg. 1993 í kafla 17: „Kirkjan og trúarlífið" 3. Mynd-
mál ritninganna: Hirðir og hjörð s. 346-347. Þá má benda á að hirðisstefið í Biblíunni hefur
verið til umfjöllunar í ítalskri bók sem ég hef ekki haft aðgang að. Sjá Elena Bosetti, La tenda
e il bastone: Figure e simboli della pastorale biblica. Paoline, Milan 1992.
177