Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 186
Gunnlaugur A. Jónsson
í samhengi hins áhrifamikla boðskapar um hinn líðandi þjón verður merkingar-
svið hjarðar og hirðis á vegi okkar. En hér er ekki aðeins getið um sauði sem hafa
farið villir vega heldur einnig um lamb sem leitt er til slátrunar án þess að ljúka
upp munni sínum. Myndin af lambinu sem var slátrað hefur þegar í tíð höfundar
kafla 40-55 í Jesajaritinu skapað hugrenningatengsl við fómir og friðþægingu. í
nánasta samhengi þess sem segir um lambið sem leitt var til slátrunar er rætt um
að þjóninum sé fómað í „sektarfórn“ og hann muni „bera misgjörðir“ annarra
(53:11).
Hér koma óneitanlega inn ný áhersluatriði á hinu víðfeðma merkingarsviði
líkingarinnar af hirði og hjörð, atriði sem fá aukið vægi í Nýja testamentinu.
Nýja testamentið:
Jesús, páskalambið
Myndin hirðir-hjörð og merkingarsvið hennar er meðal þess sem tengir Gamla
og Nýja testamentið, eins og áður sagði. Myndin af lambinu sem leitt var til slátr-
unar er vissulega þar á meðal. í 1. Korintubréfi 5:7 segir Páll postuli: „Hreinsið
burt gamla súrdeigið, til þess að þér séuð nýtt deig, enda eruð þér ósýrðir. Því að
páskalambi vom er slátrað, sem er Kristur.“ Hér er fórnarhugsunin sett fram með
myndinni af páskalambinu sem er slátrað. Það er sonur Guðs, góði hirðirinn, sem
er það lamb sem leitt er til slátmnar, og um þá friðþægingu sem blóð lambsins
veitir getum við lesið í síðustu bók Biblíunnar (Opb 7:14).
Þá er vert að veita því athygli í þessu sambandi að Jóhannesarguðspjall tíma-
setur páskamáltíðina öðru vísi en samstofna guðspjöllin. Samkvæmt Jóhannesar-
guðspjalli var Jesús krossfestur á sjálfan páskadaginn meðan verið var að slátra
lömbum fyrir hina gyðinglegu páskamáltíð. Og einmitt Jóhannesarguðspjall
greinir frá því að Jóhannes skírari segir um Jesú: „Sjá, Guðs lamb, sem ber synd
heimsins“ (Jh 1:29). Þegar Kristur er nefndur lamb Guðs, er átt við, að hann sé
að einhverju leyti hliðstæður fórnarlambi.
Tæpast er vafi á því að hér er höfundur Jóhannesarguðspjalls að tengja við
ummæli huggunarspámanns Gamla testamentisins þar sem hann ræðir um hinn
líðandi þjón Drottins og líkir honum við lamb. Sem dæmi um hvernig hugsunin
um Jesú sem Guðs lamb festi rætur, má nefna ummælin í fyrsta Pétursbréfi, þar
sem Jesú er líkt við lýtalaust og óflekkað lamb (lPt 1:19).
Það er óhætt að taka undir með sr. Jakobi Jónssyni er hann segir: „Það er eng-
in furða þótt lamb Guðs - agnus Dei - hafið hlotið það rúm í helgisöngvum kirkj-
unnar sem raun ber vitni.31
31 Jakob Jónsson, Þœttir um Nýja testamentið. Rvk. 1981, s. 106.
184