Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 187

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 187
Hirðir og hjörð Jólaguðspjallið og samstofna guðspjöllin Þegar við komum yfir í Nýja testamentið og byrjum á jólaguðspjallinu hjá Lúk- asi verða fjárhirðar enn á vegi okkar þar sem þeir gæta hjarðar sinnar úti í haga. Þar fá þeir fyrstir manna tíðindin um að frelsari sé fæddur í borg Davíðs, þess konungs sem hafði sjálfur verið fjárhirðir á unga aldri.32 Hér er ástæða til að vekja athygli á hinni félagslegu stöðu fjárhirðanna. Þeir voru ekki hátt skrifaðir. Þvert á móti er óhætt að segja að þeir voru almennt fyrirlitnir. Ekki er því óeðli- legt að mönnum komi í hug andstæða á milli opinberunar Guðs í musterinu og opinberunar meðal þeirra sem voru fyrirlitnir. Af samstofna guðspjöllunum að dæma hefur Jesús heimfært hirðislíkinguna til sjálfs sín. Hann er kominn til týndra sauða af húsi ísraels (Mt 15:24). Þegar hann talar um væntanlegan dauða sinn (Mk 14:27) vitnar hann til orða Sakaría spámanns: „Slá þú hirðinn, þá mun hjörðin tvístrast“ (Sak 13:7). í dæmisögu sinni um hinn týnda sauð (Lk 15) lyftir Jesús hlutverki hirðisins í æðra veldi, og lfkir kærleika Guðs við umhyggju hirðisins.33 Góði hirðirinn ítarlegustu og áhrifamestu notkun Nýja testamentisins á hirðisstefinu er að finna í 10. kafla Jóhannesarguðspjalls: Jesús sem góði hirðirinn. Þessi frásögn skapar óneitanlega hugrenningatengsl við 34. kafla Esekíels.34 Sá kafli hefur verið mjög góður grunnur að byggja á fyrir höfund Jóhannesarguðspjalls því að honum lýkur á orðunum: „Og þeir skulu viðurkenna að ég Drottinn, Guð þeirra er með þeim, og þeir ísraelsmenn, eru mín þjóð, - segir Drottinn Guð. En þér eruð mínir sauðir. Mín gæsluhjörð eruð þér. Ég er yðar Guð, - segir Drottinn“ (Esk 34:30-31). 10. kafli Jóhannesarguðspjalls stendur jafnframt í þýðingarmiklum tengslum við lok 9. kaflans. Það samtal sem Jesús átti við Faríseana í Jh 9:40 o.áfr. verður til þess að Jesús lýsir því yfir hver hann er. Boðskapnum er komið til skila með líkingunni af góða hirðinum og sauðunum, Jh 10:1-18, sem leiðir til nýs ágrein- ings meðal Gyðinganna, Jh 10:19-21.35 Með spumingunni: „Mundi illur andi geta opnað augu blindra?" er augljóslega verið að tengja við frásagnar 9. kaflans af því er Jesús læknaði blindfædda manninn. Þýðingarmikið atriði í þessum tveimur köflum eru viðbrögð manna við Jesú. Þeir skiptast í tvo hópa: Þeir sem 32 Þetta mun vera eini staðurinn þar sem fjárhirðar eru nefndir í Nýja testamentinu án þess að um mynd- eða líkingamál sé að ræða. 33 Jakob Jónsson, Þættir um Nýja testamentið. Rvk. 1981, s. 101. 34 Agæta umfjöllun um bakgrunn Jh 10 í Gamla testamentinu er að finna í hinu volduga skýringa- riti R.E. Brown, The Gospel accoríng to John I-XII. The Anchor Bible. Geoffrey Chapman Publishers, London 1975, s. 396-398. 35 R. Kieffer, Johannesevangeliet 1-10. Kommentar till Nya Testamentet 4A, EFS-förlaget, Uppsala, 1987, s. 236. 185
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.