Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Blaðsíða 189
Hirðir og hjörð
Tengsl góða hirðisins og miskunnsama Samverjans?
Dæmisagan um miskunnsama Samverjann (Lk 10:25-37) er án efa meðal kunn-
ustu dæmisagna Jesú: Spurning lögvitringsins: „Hver er þá náungi minn?“ verð-
ur Jesú tilefni til að segja söguna af miskunnsama Samverjanum og koma með
gagnspurningu: „Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni,
sem féll í hendur ræningjum?“ Hér kann að leynast orðaleikur ef við gerum ráð
fyrir hebreskri frumgerð sögunnar. í hebreskri frásagnargerð er mjög algengt að
orðaleikjum sé beitt þar sem spilað er á hljóðlíkingu orða.
Sænski nýjatestamentisfræðingurinn Birger Gerhardsson37 hefur haldið því
fram að dæmisagan um miskunnsama Samverjann sé svo lík því sem ýmsir text-
ar Gamla testamentisins (t.d. Esk 34) hafa að segja um hirðinn að rökrétt sé að
líta svo á að um meðvitað og úthugsað samband sé að ræða.
Hafi dæmisagan upphaflega verið flutt á hebresku, eins og Gerhardsson gerir
ráð fyrir, má reikna með orðaleikjum í textanum í samræmi við það sem tíðkaðist
meðal fræðimanna Gyðinga: Af tveimur algengustu hebresku orðunum yfir hirði
má setja annað (,,sjomer“) í samband við „Samverja“(is sjomeroni) en í hinu til-
fellinu með því að breyta um sérhljóða í því orði sem merkir „náungi“ fá út
merkinguna „hirðir“ (hebr. „rea“ náungi eða „roe“ hirðir). Tilgangur dæmisög-
unnar hafi þar með ekki verið að svara spumingunni um hver „náunginn“ er
heldur að gera grein fyrir hver sé hinn sanni hirðir Guðs lýðs, andstætt þeim sem
hafa talið sig vera það sjálfir (s.s. prestar, levítar og að vissu leyti hinir „lög-
fróðu“).
Síðari tíma notkun hirðisstefsins
Hér á eftir verða rakin nokkur dæmi um hvemig stefið hirðir-hjörð kemur við
sögu í kristni- og menningarsögu okkar aldar og verður athyglinni einkum beint
að sálmi 23, sem notið hefur slíkra vinsælda að öruggt má telja að hann hafi al-
gera sérstöðu meðal texta Gamla testamentisins hvað það varðar.
Kvikmyndin Kolja og miklar vinsældir sálms 23
í tékknesku kvikmyndinni Kolja, sem hlaut bæði Golden Globe og Óskarsverð-
launin sem besta erlenda kvikmyndin árið 1996, fer 23. sálmur Saltarans með
36 K. Nielsen, „Hyrde og lam. Har vi brug for et rask lille metaforstop?" í: Sola scriptura. Teolog-
isk litterœre lœsninger i Gammel og Ny testamente. Forlaget Anis, Frederiksberg 1993, s. s. 14.
37 B. Gerhardsson, The Good Samaritan — the Good Sheperd? Coniectanea Neotestamentica
XVI, 1958.
187