Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Blaðsíða 192
Gunnlaugur A. Jónsson
um leikstjórans að boðskapur myndarinnar er að umtalsverðu leyti sóttur í S123,
bæði hvað varðar áhersluna á nálægð dauðans og ekki síður hins að „einhver
vaki yfir okkur“ eins og hirðirinn vakir yfir hjörð sinni.
Sálmur 23 kemur við sögu í fjölmörgum öðrum kvikmyndum. Má þar nefna
hina áhrifamiklu kvikmynd Fílamanninn (1980) sem tilnefnd var til átta Óskars-
verðlauna á sínum tíma. Sálmurinn er mikið notaður andspænis ógn dauðans og
þannig kemur hann oft fyrir í kvikmyndum, ekki síst bandarískum kvikmyndum.
Nýlegt dæmi þess er í hin geysivinsæla kvikmynd „Titanic“ (1997), sem hlaut
tólf Óskarsverðlaun. Þegar ljóst er orðið að skipið Titanic er að sökkva koma fyr-
ir nokkrar trúarlegar „senur“. Hljómsveit skipsins tekur að spila „Hærra minn
Guð til þín“, prédikari flytur mikla dómsdagsprédikun og einn úr hópi farþega
heyrist fara með Ijóðlínuna „þótt ég fari um dauðans skuggadal" úr 23. Davíðs-
sálmi. Af öðrum kvikmyndum þar sem sálmurinn kemur við sögu má nefna „Let
him have it“, „When the Wind Blows“ og kvikmyndina um æfi Rembrandts.
Franz Schubert (1797-1828) er meðal þeirra tónskálda sem samið hafa tónlist
við sálminn. Sú tónlist var í fyrsta sinn flutt við íslenskan texta hér á landi í Lang-
holtskirkju af Fílharmóníu á aðventu 1997. Þá má nefna að Þorvaldur Halldórs-
son hefur sungið sálm 23 við lag eiginkonu sinnar, Margrétar Scheving, við
miklar vinsældir og þannig aukið enn á útbreiðslu sálmsins. Jónas Tómasson
hefur einnig samið tónlist við sálminn og er hann gefinn út á disknum „Icelandic
Church Music“ sem kom út fyrir jólin 1997. Við útför ítalska tískukóngsins Ver-
sace, sem var gerð ítarleg skil í fjölmiðlum í júlímánuði 1997, sungu popptónlist-
armennimir heimsfrægu Sting og Elton John saman sálm 23. Þetta eru einungis
nokkur af fjölmörgum dæmum, sem sífellt verða á vegi manns um miklar vin-
sældir þessa sálms og hin gífurlegu áhrif sem hann hefur haft í tníarlífi einstak-
linga svo og í bókmenntum og raunar flestum listgreinum, ekki síst kvikmynd-
um.
Hér á landi birtast vinsældir sálmsins meðal annars í því að hann er sá texti
sem fermingarbörn velja sér sem ritningarorð á fermingardegi sínum í mun ríkari
mæli en aðra texta Gamla testamentisins og sennilega nær enginn texti Nýja
testamentisins heldur að slá honum út í vinsældum meðal fermingarbama. Hann
hefur líka algera sérstöðu þegar kannað er hvaða ritningarorð eru notuð mest í
minningargreinum og prestar nota hann í rtkara mæli við kistulagningar og útfar-
ir en aðra sálma. Það er í samræmi við það sem ýmis dæmi hér að ofan hafa leitt
í ljós, þ.e.a.s. að sálmurinn er mjög gjarnan tengdur dauðanum.
Ort út af sálmi 23
Loks hefur ekki verið ort jafnmikið út af nokkrum sálmi Saltarans og þessum.
Má í því sambandi nefna að Hallgrímur Pétursson (1614-1674), okkar fremsta
190