Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 193
Hirðir og hjörð
sálmaskáld, orti aðeins út af 23. sálminum af öllum 150 sálmum Saltarans. Einn-
ig er að finna sálm út af 23. sálmi í sálmabók Guðbrands Þorlákssonar. Meðal
annarra Islendinga sem ort hafa út frá sálminum má nefna þá sr. Jón Þorsteinsson
píslarvott (1570-1627) og sr. Valdimar Briem (1848-1930), sem raunar ortu báðir
út frá öllum sálmum Saltarans, en einnig Bjarna Thorarensen (1786-1841), Vest-
ur-Islendinginn sr. Jónas A. Sigurðsson (d. 1933), Bjarna Eyjólfsson (1913-
1972), einn af forystumönnum KFUM og þá Matthías Johannessen, ritstjóra
Morgunblaðsins og Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamálaráðherra.
Hér skulu til gamans tilgreind tvö íslensk dæmi. Annars vegar sálmur sr.
Valdimars Briem og hins vegar þýðing Bjama Eyjólfssonar á sálmi F. Rous.
Minn Guð og herra’ er hirðir minn
mér hjálpararm hann réttir sinn.
Eg veit, hann æ mér vill hið besta,
ég veit hann ei mig lætur bresta
það neitt, er getur gagnað mér,
því góður hirðir Drottinn er.
Um blómum stráða, græna grund
mig Guðs míns leiðir föðurmund
að svalalindum silfurskærum
og svalar mér úr lækjum tærum
hans líknarhöndin hressir mig
og hjálpar mér á réttan stig.
Og þótt ég gangi um dauðans dal,
hans dimma mér ei ógna skal.
Ef geng ég trúr á Guðs míns vegi,
mér grandar dauðinn sjálfur eigi.
Þín hrísla’ og stafur hugga mig,
minn hirðir, Guð, ég vona á þig.
Þú dýrðlegt sælu-borð mjer býr
með blessuð náðargæðin dýr;
þitt líknarbalsam ljúfa‘ og bjarta
þú lætur drjúpa sært á hjarta;
þú mér þinn gleði-bikar ber,
sem besta svölun hjartans er.
Minn hirðir Drottinn hæstur er
Mitt hjarta ei brestur neitt.
Um gæða land hann leiðir mig
að lind, sem þrek fær veitt.
Hjá honum sál mín hressing fær
og hann æ leiðir mig
um réttan veg, ég villist ei,
hann veit minn gæfustig.
Og þótt ég fari um dauðans dal,
hans dimmu eg hræðist ei,
þú ert þar hjá mér, Herra kær,
mig huggar, er ég dey.
Þú ríkulegt hér býr mér borð
og bikar fyllir minn,
svo úr út flýtur, og hér smyr
andinn helgi þinn.
Já, gæska þín og gæfa og náð,
ó, Guð, mér fylgja æ,
um eilífð hjá þér, hirðir minn,
ég hólpinn búa fæ.
F. Rous/Bjarni Eyjólfsson
191