Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 196
Gunnlaugur A. Jónsson
Hann tók sér orðið í munn með varfærni, þetta stóra, hljóðláta orð, svo furðulega annarlegt og
inngróið í senn, ef til vill inngrónast Benedikt allra orða. Að vísu var honum ekki fyllilega
ljóst, hvað það þýddi, en þó var það fólgið í að vænta einhvers, eftirvænting, undirbúningur -
svo langt náði skilningur hans. Með árunum var svo komið, að þetta eina orð fól í sér næstum
allt hans líf. Því að hvað var líf hans, hvað var líf mannsins á jörðinni, annað en ófullnægjandi
þjónusta, sem þó varð manni kær með því að vænta einhvers, með eftir væntingu, undirbún-
ingi?
Svo fór að Benedikt og Leó héldu jólin hátíðleg í jarðholu, sem þeir áttu sér
lengst uppi á háöræfum en mörgum eftirlegukindum tókst þeim að skila til
byggða þannig að erfiði þeirra var sannarlega ekki til ónýtis. Efni sögunnar má
segja að sé aðventan í hjarta mannsins: eftirvænting og undirbúningur þess sem
í hönd fer. Lífið sem undirgefín þjónusta. í þeim orðum felst kannski megininn-
tak sögunnar.
Örugglega kemur mörgum í hug dæmisaga Jesú af góða hirðinum undir lestri
Aðventu Gunnars Gunnarssonar og það er engin tilviljun. Meira að segja nefndi
Gunnar frumgerð sögu sinnar einmitt Góða hirðinn. Sjálfur sagði Jesús um sig:
„Ég er góði hirðirinn, góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina“ (Jóh
10:11). Raunar hefur Ólafur Jónsson bókmenntafræðingur sýnt fram á að kristi-
lega efnið í Aðventu er meira en í frumgerð sögunnar, Góða hirðinum.43 Óhætt er
að taka undir með Ólafi er hann segir að sjálfur efniskjarni sögunnar af fjármann-
inum sem yfirgefur allt sitt í byggðinni og leggur líf sitt í sölumar fyrir fáeinar
týndar kindur á fjalli, feli í sér skírskotun til dæmisögu Krists um góða hirðinn,
þótt ekki sé vísað til hennar berum orðum.44
Hér höfum við m.ö.o. dæmi um áhrifamikla notkun hirðisstefsins í íslenskri
bókmenntasögu.
Hvaða lærdóma má draga af líkingunni?
Vilji maður að lokum draga nokkrar ályktanir fyrir samtíð okkar, ekki síst fyrir
íslenska prestinn, í Ijósi hinnar biblíulegu líkingar af hirði og hjörð45 þá verður
fyrst fyrir að benda á að líkingin af hirðinum felur vissulega í sér vald leiðtogans,
hann er sá sem leiðir hjörðina og hjörðin er háð honum.
En nauðsynlegt er að leggja ekki minni áherslu á hinn þáttinn, þ.e. sjálfsfórn
hirðisins í þágu hjarðarinnar. f því sambandi má minna á gagnrýni Esekíels á
hina vondu hirða sem leituðust á allan hátt við að hagnýta sér hjörðina í stað þess
að vernda hana og bera hag hennar fyrir brjósti. í frásögn Jóhannesarguðspjalls
43 Ólafur Jónsson, Leikdómar og bókmenntagreinar. Hið íslenska bókmenntafélag 1986. Um
Aðventu Gunnars Gunnarssonar er þar fjallað á s. 176-203.
44 Ólafur Jónsson, Leikdómar og bókmenntagreinar. Hið íslenska bókmenntafélag 1986, s. 187.
45 Hirðir á latínu er „pastor" sem jafnframt merkir prestur á ýmsum tungumálum. Einnig er talað
um prestinn sem sálnahirði.
194