Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 197
Hirðir og hjörð
af góða hirðinum hvílir áhersla á því að góði hirðirinn þekkir sauði sína. í því
felst ekki bara hlutlaus þekking heldur þekking í merkingunni að láta sér annt
um. Hér er vitaskuld fluttur boðskapur sem íslenskir sálnahirðar og aðrir leiðtog-
ar eiga að taka til sín og hafa vafalaust yfirleitt gert það í ríkum mæli, þ.e. að
þekkja söfnuð sinn, gera sér far um að kynnast þörfum hans og umfram allt að
láta sér annt um hann. Orð Jóhannesarguðspjalls um hina „einu hjörð“ mættu
lfka verða okkur áminning um að flokkadrættir innan kirkjunnar eru sjaldnast af
hinu góða.
Við mættum líka minnast þess að þegar hirðistitillinn var notaður um kon-
unga eða pólitíska leiðtoga hvíldi áherslan á skyldum þeirra gagnvart þeim sem
minnst mega sín og að þeim bæri að iðka rétt og réttlæti.
Einnig má minna á í þessu sambandi að eftir að fjárhirðirinn Móse hafði feng-
ið köllun um að taka að sér nýtt hirðishlutverk sem fólst í því að leiða hina
ánauðugu Hebrea út úr Egyptalandi og til Fyrirheitna landsins þá tók hann við
gagnrýni og fyrirmælum frá tengdaföður sínum Jetró um að vinnubrögð hans
væru ekki góð, að ætla sér að gera allt sjálfur, stjórna öllum hlutum einn og
óstuddur. Var honum ráðlagt að skipa sér aðstoðarmenn og treysta þeim til að
taka að sér ýmis þau störf sem hann taldi sig einn geta sinnt. Mættu ýmsir prestar
og leiðtogar innan og utan kirkjunnar hafa í huga og taka sér til fyrirmyndar þá
valddreifingu sem hér er boðuð. Menn skyldu forðast að ætla sér að gera alla
hluti sjálfir, treysta ekki aðstoðarfólki sínu til góðra verka.
Eigi frumgerð sögunnar af miskunnsama Samverjanum einnig heima á merk-
ingasviði hjarðar og hirðis, eins og haldið hefur verið fram, þá flytur hún einnig
sígildan boðskap í þessu samhengi. Við skulurn reynast þeim sem þurfa á hjálp
okkar að halda sem sannir hirðar, og hafa hinn góða hirði sem fyrirmynd, þann
hirði sem raunar gekk svo langt í kærleiksþjónustu sinni að hann lagði líf sitt í
sölurnar fyrir hjörð sína.
Hirðishlutverk felur vissulega í sér forystuhlutverk leiðtogans og þar með
vald, en hin áherslan má aldrei gleymast, þ.e. fórnarþjónusta hins góða hirðis,
eða með orðum Fjalla-Bensa: „Því að hvað var líf mannsins á jörðinni, annað en
ófullnægjandi þjónusta,46 sem þó var manni kær með því að vænta einhvers, með
eftirvæntingu, undirbúningi?“
46 Minnir á Lk 17:10: „Ónýtir þjónar erum vér.“
195