Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Page 200
Jón G. Friðjónsson
kennum íslensks biblíumáls almennt; í öðru lagi verður leitast við að sýna að
biblíumál hefur haft áhrif á allar bókmenntagreinar þótt í mismiklum mœli sé og
í þriðja lagi verður fjallað um bein og óbein áhrif Biblíunnar og kristilegra bók-
mennta á íslenskt mál. I lokaorðum fimmta kafla verða svo helstu niðurstöður
dregnar saman.
II. Einkenni íslensks biblíumáls
Þeir þœttir sem ljá biblíumáli sérstakt yfirbragð eru með ýmsu móti en til ein-
földunar má segja að þeir séu þrenns konar: (1) stílfrœðilegir, (2) málfrœðilegir
og (3) orðfrœðilegir. Til stílfrœðilegra einkenna má telja notkun þérunar, þ.e.
notkun hinna fornu fleirtölumynda þér og vér og samsvarandi eignarfornafna
(yðar, vor). Málfrœðileg einkenni varða einkum beygingafrœði en koma einnig
fram í setningafrœði. Orðfrœðileg einkenni birtast einkum í orðaforða, t.d. í
notkun og merkingu einstakra orða, orðatiltœkja og málshátta sem eiga rœtur
sínar í kristilegri lífssýn. Fyrri einkennin tvö fléttast saman með ýmsum hœtti og
til einföldunar má nefna þau stílfrœðileg. Sömu stílfrœðilegu einkenni koma
einnig fram í öðrum bókmenntagreinum en kristilegum þótt í mismiklum mœli
sé og þau verða því ekki ein sér talin til einkenna íslensks biblíumáls. Ásamt
öðru eru þau þó til þess fallin að afmarka biblíumál frá öðru málsniði. Orðfrœði-
leg einkenni eru hins vegar sá þáttur sem tvímœlalaust afmarkar íslenskt biblíu-
mál gleggst frá öðru málsniði. Með orðfrœðilegum einkennum á ég annars vegar
við fjölmörg nýyrði, tökuorð og nýmerkingar sem bárust inn í íslensku með
kristninni, í mörgum tilvikum beint úr Biblíunni. Af þessum toga eru t.d. eftirfar-
andi tökuorð: kirkja, prestur, munkur, djöfull, guðspjall [‘góð tíðindi’], engill og
biskup. Einnig eru þess mörg dœmi að gömul orð hafi fengið nýja merkingu fyrir
áhrif kristni, t.d. blóta [‘fœra (goði) fóm’ > ‘bölva’]; andskoti [‘óvinur’ > ‘djöf-
ull’] og skíra [‘hreinsa’ > ‘gefa nafn (við sérstaka athöfn)’]. Flest slíkra tökuorða
og tökumerkinga hafa aðlagast svo íslenskum orðaforða að þau verða ekki talin
til sérkenna íslensks biblíumáls. I annan stað bárust inn í íslensku fjölmargar lík-
ingar, orðatiltœki og málshœttir sem eiga rœtur sínar að rekja til kristinnar hug-
myndafrœði eða frásagna Biblíunnar og það er einmitt þessi þáttur sem hefur
haft mest áhrif á orðfœri íslensks biblíumáls en að honum kem ég sérstaklega
síðar.
I elstu biblíutextum má glöggt sjá ýmis nýmœli sem rekja má til kristinnar
hugmyndafrœði og þar gœtir vitaskuld erlendra áhrifa. Þetta kemur einkum fram
í orðaforða og líkingum þó ekki með jafn beinum hœtti og síðar, t.d. á siðskipta-
öld. Ef elstu biblíutextar eru bomir saman við biblíutexta siðskiptaaldar kemur
fram allmikill munur. Hann er einkum fólginn í því að elstu þýðingar em efnis-
198