Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Síða 204
Jón G. Friðjónsson
beinum er frá 20. öld en hvor tveggja afbrigðin má rekja til orðatiltœkisins ekki
erfriður í beinum e-s sem er algengt 16. aldar biblíumál og á það rœtur sínar að
rekja til Davíðssálma (Sáim38,4) en er einnig kunnugt af öðrum ritningarstöðum.
Dœmi þetta sýnir að hugmyndina eða líkinguna að baki tilteknu orðatiltœki er að
finna í Biblíunni en þá mynd sem verður ofan á, öðlast hylli málnotenda, er þar
ekki að finna. Þetta er einmitt það sem blasir við er biblíuorðatiltœki eru skoðuð
í sögulegu samhengi og breytingar á búningi þeirra og merkingu eru raktar. Þar
sem biblíuorðatiltœki hafa í flestum tilvikum breyst talsvert í tímans rás bera þau
hvergi nœrri alltaf uppruna sinn með sér og af sömu ástœðu kemur í ljós að fjöl-
margt í nútímamáli má rekja til Biblíunnar ef að er gáð. Að því verður nánar vik-
ið í nœsta kafla.
IV. Bein áhrif Biblíunnar og óbein á íslenskt mál
Áhrif Biblíunnar á íslenskan orðaforða eru með talsvert ólíkum hœtti. Til ein-
földunar má gera ráð fyrir tvenns konar áhrifum, beinum áhrifum og óbeinum.
Bein áhrif eru tvenns konar. I fyrsta lagi getur orðatiltœki sótt þá líkingu sem í
því felst til hugmyndafrœði Biblíunnar og það má rekja til tiltekins ritningarstað-
ar. Þannig er því háttað um mörg hundruð orðatiltœki í íslensku, t.d. orðatiltœkin
blása e-m e-u í brjóst (i. mós 2,7>; safnast tilfeðra sinna (i. mós 25,8>; geyma e-ð til
mögru áranna (i. mós 41, n; sitja við kjötkatlana (2. mós ió, 3j; dansa kringum gull-
kálfinn (2. mós 32,4) og gera e-ð ísveita síns andlitis 0. mós3,19). I öðru lagi geta bein
áhrif falist í því að veraldlegt orðatiltœki fœr biblíulega túlkun og síðan getur sá
skilningur breyst aftur (veraldleg > biblíuleg > veraldleg), þannig er því t.d. hátt-
að um orðatiltœkið halda hendi yfir e-m. Túlkun slíkra dœma er talsverðum
vanda bundin og getur hvergi nœrri alltaf talist óyggjandi en hér skiptir aldur
orðatiltœkis höfuðmáli en einnig er mikilvœgt hvers eðlis líkingin er, einkum
hvort hún á rœtur sínar í kristilegri lífssýn eða hvort hún er sprottin af verald-
legum rótum.
Obein málfarsleg áhrif Biblíunnar eru talsvert margbrotin en þau eru að
minnsta kosti tvenns konar. I fyrsta lagi er um það að rœða sem kalla má afleidd
orðatiltœki. Þá er átt við að nýtt orðatiltœki er myndað með hliðsjón af biblíu-
orðatiltœki, t.d. blása nýju lífi í e-ð sem að öllum líkindum á rœtur sínar að rekja
til orðatiltœkisins blása e-m e-u í brjóst o.móS2,7). Að slíkum afleiddum orðatil-
tœkjum verður vikið sérstaklega síðar. í öðru lagi geta óbein áhrif birst á þann
hátt, að orðatiltœki á rœtur að rekja til hugmyndafrœði Biblíunnar en beina sam-
svörun er ekki að finna þar. Þannig er því t.d. háttað um orðatiltœkin vera/verða
himnum uppi; vera/svífa í skýjunum og þykjast himin höndum hafa tekið sem öll
tengjast trúlega orðatiltœkinu vera í sjöunda hinmi (2. Kor 12,2).
202