Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1998, Side 210
Sigurjón Arni Eyjólfsson
fyrir hinni rómversk-kaþólsku mynd af Lúther en síðan fjallað um Lúther-mynd-
ir mótmælenda. Þeirri túlkunarsögu er hagræðisins vegna skipt niður í þrjú tíma-
skeið, þ.e.a.s. í strauma og stefnur sem greint er frá miðað við upphaf þeirra.
Þrennt ber að hafa í huga þegar fjallað er um sögu Lúthersrannsókna:
1. Áhrif kenninga Lúthers koma ætíð fram í hugmyndum hverrar samtíðar um
Lúther. Þetta á við um allar kirkjudeildir.
2. Okkur ber ætíð að skilja á milli þess sem fjallað er um (Lúthers) og umfjall-
andans.
3. Hafa ber í huga að saga Lútherrannsókna eru að nokkru leyti saga rangtúlk-
unar, er stafar af því að allar meiri háttar stefnur vestrænnar menningar vilja
vera eða hafa talið sig vera arftaka hans á einn eða annan máta.3
En fyrst ber að geta um tvær megin hefðir í sögu Lúthertúlkunar, sem komu
upp þegar á tíma siðbótarinnar.
Annars vegar er sú hefð er leggur megin áherslu á guðfræði Lúthers og túlkun
hans á fagnaðarerindinu og hinum biblíulega boðskap. Fulltrúar þessarar hefðar
sækja meir í rit hins svokallaða gamla Lúthers, þ.e. eftir deilur Lúthers og Erasm-
usar frá Rotterdam (1525) og í rit hans eftir að Ágsborgarjátningin kom fram
(1530). Veikleiki þessarar aðferðar er sá að hér er ekki hugað sem skyldi að þró-
uninni í hugsun Lúthers. Ritverk hans eru þá um of metin sem ein samstæð heild.
Hins vegar hafa menn lagt megin áherslu á persónu siðbótarmannsins og
innra líf hans, þ.e. áherslu á trúarbaráttu hans, samviskufrelsið, þjóðemisvitund
Lúthers eða frelsisást osfrv. Fulltrúar þessarar stefnu beina sjónum sínum
gjarnan að hinum unga Lúther og baráttu hans. Galli þessarar aðferðar er að þeim
sem nota hana hættir einatt til að fylgja um of - meðvitað eða ómeðvitað - ósk-
hyggju sinni. Það er kemur m.a. fram í því að Lúther er annað hvort lofaður eða
honum hallmælt fram úr hófi. Þessar tvær hefðir hafa mótað alla umfjöllun um
Lúther fram til dagsins í dag, bæði innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar og hjá
mótmælendum.
Lúthertúlkun rómversk-kaþólsku kirkjunnar
og áhrif þeirrar túlkunar
Lúthertúlkun rómversk-kaþólsku kirkjunnar hefur nær eingöngu beinst að per-
sónu siðbótarmannsins og leitast við að skilgreina kenningu hans í ljósi breysk-
leika Lúthers. Þegar á dögum Lúthers gripu andstæðingar hans úr röðum páfa-
valdsins til þess ráðs að hallmæla siðbótarmanninum. Þessi gagnrýni kom fram í
3 Þetta gildir um rétttrúnaðinn, heittrúarstefnuna, upplýsingarstefnuna, þýska idealismann, róm-
antísku stefnuna, bæði íhaldssinna og róttæklinga 19. aldar, aldamótaguðfræðina, dialektisku
guðfræðina, hina þýsk kristnu, hreyfingu nasista og stefnu kommunismans, andófsmenn í aust-
antjaldslöndunum og alkirkjuhreyfinguna.
208